fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2024
Fókus

Tónleikahátíðirnar í sumar – Berrössunarhlaup og dynjandi teknótónlist

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 1. júní 2019 15:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið er í nánd og fara þá margir á einhverja af þeim fjölmörgu tónlistarhátíðum sem haldnar eru í Evrópu. Er þar hægt að sjá stærstu tónlistarmenn heims í rokki, poppi, rappi og danstónlist. Tónleikaþyrstir Íslendingar hafa verið heppnir undanfarin fimm ár að hafa stóra tónleikahátíð í bakgarðinum, Secret Solstice, en margir vilja breyta til og skemmta sér á erlendri grundu. Hér eru nokkrar af þeim stærstu í sumar og það sem er á boðstólum þar.

Hróarskelda
Appelsínugula sviðið fræga.

Roskilde

Flestir Íslendingar þekkja Hróarskelduhátíðina í Danmörku vel og hópferðir hafa verið farnar þangað um margra ára skeið. Tónlistin hefur oftast nær verið mjög blönduð og fjöldi annarra viðburða, til að mynda hið fræga berrössunarhlaup.

Dagsetning: 29. júní–6. júlí.

Stærstu atriði: Bob Dylan, The Cure, Robert Plant, Travis Scott, Cypress Hill, Robyn.

Glastonbury
Píramídinn er eitt þekktasta svið heims.

Glastonbury

Hlustendur Rásar 2 þekkja Glastonbury-hátíðina enda hefur Óli Palli gert henni góð skil í þáttum sínum Rokklandi og Popplandi. Hátíðin er sú stærsta í Bretlandi, haldin á litlum stað í suðvesturhluta Englands. Áherslan hefur verið lögð á vinsælt popp og rokk og lítið um harðari tónlist.

Dagsetning: 26.–30. júní.

Stærstu atriði: Miley Cyrus, Kylie Minogue, Janet Jackson, Billie Eilish, Liam Gallagher, Wu-Tang Clan.

Slayer
Þeyta flösu á Hellfest í sumar.

Hellfest

Hellfest hefur slegið bæði Wacken og Graspop ref fyrir rass, sem besta þungarokkshátíðin í Evrópu, síðan hún var fyrst haldin fyrir aðeins þrettán árum. Hún er haldin í Clisson, litlu þorpi í námunda við Nantes í vesturhluta Frakklands. Þó að Wacken sé enn þá sú fjölmennasta þá er úrvalið á Hellfest það besta.

Dagsetning: 21.–23. júní.

Stærstu atriði: Slayer, Kiss, Manowar, Tool, Def Leppard, Lamb of God, Deicide.

Creamfields
Dansinn mun duna í sumar.

Creamfields

Ef fólk vill dansa við dynjandi teknótónlist þá er Creamfields tilvalin hátíð til að fara á. Hátíðin er haldin í Daresbury, litlum bæ nálægt Manchester og Liverpool í norðvesturhluta Englands, og er rúmlega tuttugu ára gömul. Hátíðir undir sama nafni hafa verið haldnar víðs vegar um heim, til dæmis í Moskvu, Buenos Aires og Abu Dhabi.

Dagsetning: 22.–25. ágúst.

Stærstu atriði: The Chemical Brothers, Calvin Harris, Tiesto, Martin Garrix, Adam Beyer & Cirez D.

Sziget
Ódýrt að fljúga, gista, borða og djamma.

Sziget

Íslendingar hafa nýlega verið að uppgötva Sziget-hátíðina sem haldin er í Búdapest, höfuðborg Ungverjalands. Hátíðin hefur verið haldin síðan 1993 og hróður hennar vaxið með hverju árinu, aðsóknin og stærð listamanna einnig. Ekki skemmir verðlagið fyrir og hægt er að tvinna ferðina saman við tannlæknisaðgerðir sem landinn flykkist í.

Dagsetning: 7.–13. ágúst.

Stærstu atriði: Ed Sheeran, Foo Fighters, Florence & The Machine, Twenty One Pilots, Macklemore.

Foo Fighters
Munu troða upp í Reading og Leeds.

Reading og Leeds

Bresku hátíðirnar í Reading og Leeds eru haldnar samhliða og með sömu atriðum sem víxlast á milli daga. Hátíðin í Reading á langa sögu sem nær aftur til ársins 1955 en árið 1999 var hún sameinuð V Festival í Leeds. Upprunalega var Reading djasshátíð en síðan á sjöunda áratugnum hefur áherslan alltaf verið lögð á rokktónlist.

Dagsetning: 23.–25. ágúst.

Stærstu atriði: Foo Fighters, Post Malone, The 1975, Billie Eilish, Twenty One Pilots.

Wireless í London
Ein besta rapphátíð heims.

Wireless

Ef hip hop er það sem fólk sækist eftir þá er Wireless-hátíðin í London algerlega málið. Hún hefur verið haldin á ýmsum stöðum í borginni síðan 2005 og á hinum þekkta Finsbury Park síðan 2014. Upprunalega var nokkuð um rokkatriði en aðstandendur hátíðarinnar hafa sífellt lagt meiri áherslu á hip hop og danstónlist.

Dagsetning: 5.–7. júlí.

Stærstu atriði: Migos & Cardi B, Future, Travis Scott, Young Thug, A$AP Rocky.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump

Aflýsti tónleikaferð vegna ummæla um Trump
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans

Stórleikarinn kominn með nýja kærustu upp á arminn – Þremur árum eldri en dóttir hans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“

Logi var tekinn af lærisveinunum – „Mér líður eins og kennara sem er stoltur af nemendum sínum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru stórstjörnurnar sem velja Ungfrú Ísland 2024

Þetta eru stórstjörnurnar sem velja Ungfrú Ísland 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“

Perla leitaði sér aðstoðar sex árum eftir að dóttir hennar lést – „Endaði grátandi hjá heimilislækninum og sagði honum að ég gæti ekki meira“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“

Deitið ætlaði að hafa hann að fífli – „Þessar stelpur héldu að ég væri vitlaus, sem ég er ekki“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar

Simmi Vill birtir fyrstu paramyndirnar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“

Fall norskrar konu á Austurlandi vekur mikla kátínu – „Skóladæmi um hvernig á að detta með mýkt“