fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Laufey lenti í stórfurðulegu atviki í Úkraínu – Dregin baksviðs og látin telja peninga undir vökulum augum vændisfólks

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 3. maí 2019 15:00

Laufey Helga Guðmundsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er heldur betur orðið stutt í Eurovision og aðeins rúm vika þar til Hatari stígur á sviðið í fyrri undanúrslitariðlinum í Tel Aviv og freistar þess að komast alla leið í úrslit. Af því tilefni er Eurovision þema í nýjasta Föstudagsþætti Fókus, hlaðvarpsþætti dægurmáladeilar DV. Gestirnir eru einir helstu sérfræðingar um keppnina langlífu, þau Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, sem bæði sitja í stjórn FÁSES, félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Ísak og Laufey.

Pylsur og kaka og Eurovision

Bæði Laufey og Ísak eiga afmæli í maí, í kringum Eurovision-keppnina og þaðan má segja að áhuginn á keppninni hafi kviknað.

„Afmælispartíin í minni æsku voru alltaf pylsur og kaka og Eurovision. Svo fer þetta stigvaxandi, allir Íslendingar horfa á Eurovision þó þeir viðurkenni það ekki. Svo dettur maður í geggjaðan Eurovision partífílíng og heldur Eurovision með leikjum og fullt af fólki og búningum. Svo dettur maður í annað stigið að horfa á þetta bara einn með sjálfum sér með Excel skjalinu og stigatöflunni. Svo fattarðu að það er eitthvað til sem heitir Eurovision aðdáendur, þú ferð að liggja yfir gömlum keppnum og svo bjó ég í Finnlandi þegar að keppnin var haldin 2007 og stóð í röð í sex klukkutíma til að fá miða á Eurovision. Þá varð það bara innsiglað, þessi Eurovision áhugi,“ segir Laufey og Ísak tekur í sama streng.

„Ætli þetta sé ekki svipað hjá mér. Þetta er svona vorboðinn ljúfi,“ segir hann.

Eurovision boðflennan alræmda

Ísak hefur farið fimm sinnum á Eurovision keppnina en Laufey átta sinnum. Ísak segir fyrstu keppnina sem hann fór á, árið 2010 þegar að Hera Björk keppti fyrir Íslands hönd í Osló í Noregi, hafa verið mikið ævintýri.

Ísak Pálmason.

„Ég var átján ára gamall og þetta var fyrsta utanlandsferðin sem ég skipulegg einn,“ segir hann og bætir við að strembið hafi verið að finna miða á keppnina og finna út úr hvernig þetta allt saman virkaði. „Núna í dag erum við svo heppin að eiga klúbb eins og FÁSES þar sem maður kemst í nánari samskipti við aðra aðdáendur.“

Ísak er ekki í vafa þegar hann er spurður út í eftirminnilegasta atvikið sem hann hefur upplifað í Eurovision.

„2010 var mjög eftirminnilegt. Þegar Hera Björk var að stíga á svið og allur salurinn var að klappa hana upp. Það var svona gæsahúðarmóment. 2010 fannst mér líka mjög skemmtilegt að fara á dómararennsli því við horfðum á Spán á sviðinu og svo á laugardeginum var Spánn á sviðinu aftur. Og þá hugsaði ég: Bíddu, þetta lítur öðruvísi út en í gær. Þá var kominn „stage jumper“ upp á svið, hann Jimmy Jump,“ segir Ísak, en sökum óboðna gestsins á sviðinu, hinnar alræmdu Eurovision boðflennu Jimmy Jump, fékk hinn spænski Daniel Diges að flytja lagið sitt, Algo pequeñito, á nýjan leik – án boðflennu.

Eurovision aðdáendur í setuverkfalli

Eftirminnilegasta atvikið sem Laufey hefur lent í er öllu skringilegra, en auk þess að sitja í stjórn FÁSES situr hún í stjórn OGAE, Organisation Générale des Amateurs de l’Eurovision, sem eru regnhlífasamtök allra aðdáendaklúbba Eurovision í heiminum.

„Kænugarður 2017 var ótrúlega furðuleg keppni að mörgu leyti. Við [stjórnarmeðlimir OGAE] þurftum að sitja með skipuleggjanda Euro Club, sem er opinber skemmtistaður keppninnar, og útskýra fyrir honum að þegar þú ert með Eurovision í þínu landi og þú ert með þennan opinbera skemmtistað þá þarf að spila Eurovision músík á klúbbnum,“ segir Laufey, en Eurovision aðdáendur voru ekki par sáttir með að önnur tónlist en Eurovision slagarar heyrðust á klúbbnum.

„Fólk fór í setuverkfall. Það voru 200 Eurovision aðdáendur sem settust bara á dansgólfið af því að það var verið að spila eitthvað annað en Eurovision. Á meðan við vorum að útskýra þetta fyrir honum gerði hann náttúrulega ekkert annað en að taka ólögleg fíkniefni í nösina,“ segir hún og brosir, en fíkniefnin voru ekki það eina sem þvældist fyrir. „Alveg sama hvað við reyndum að segja honum að 95% þeirra sem mæta á Eurovision eru samkynhneigðir karlmenn á aldrinum 20 til 55 ára, það þýddi ekkert að hafa vændiskonur inni á Euro Club, þá hlustaði hann ekkert á það heldur bætti bara við tveimur strákum í viðbót við þær tíu stúlkur sem gengu um og buðu þjónustu sína.“

Eurovision stuð.

Sex síðna samningur á úkraínsku

Þegar að keppninni var lokið og Portúgalinn Salvador Sobral kominn með verðlaunagripinn í hendurnar var ballið þá langt því frá búið hjá Laufeyju.

„Um þrjú til fjögur um nóttina erum við að skemmta okkur á Euro Club og loksins er ég „off duty“. Þá er ég dregin inn baksviðs því OGAE sjá Euro Club oft fyrir Eurovision DJ-um. Þeir voru búnir að nota þjónustu þessara Eurovision DJ-a og ætluðu loksins að fara að borga okkur. Þannig að ég var dregin inn baksviðs og látin fara yfir samning um kaup á þessari þjónustu á úkraínsku. Þetta voru sex síður. Ég fékk fimmtán ára stúlku sem var túlkurinn minn. Svo borguðu þeir út í hönd,“ segir Laufey, en sökum verðgildis gjaldmiðils Úkraínu, hrinjunnar, fengu OGAE-liðar stóran bunka af seðlum í hendurnar, sem voru um það bil þrjú hundruð þúsund krónur. „Við máttum byrja að telja þetta,“ segir Laufey. „Þá stóðu náttúrulega allir þessir ágætu fylgdarmenn og -konur yfir okkur því þetta voru náttúrulega miklu meira en árslaun í þeirra landi. Við kláruðum þetta um klukkan sex um morguninn og stungum peningunum í bakpoka.“

Hlusta má á viðtalið við Laufeyju og Ísak í heild sinni hér fyrir neðan, þar sem þau spá meðal annars ítarlega í Eurovision-spilin:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári og Oddný Eir eru nýtt par

Gunnar Smári og Oddný Eir eru nýtt par
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“

Gunnar Dan um breytingaskeið karla – „Smátt og smátt fór ég að verða betri, sterkari, rólegri, skýrari, graðari, ánægðari“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þór Tulinius opnar sig um erfiðleika: „Líf dóttur minnar gengur út á að lifa af frá degi til dags“

Þór Tulinius opnar sig um erfiðleika: „Líf dóttur minnar gengur út á að lifa af frá degi til dags“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“