Eurovision-síðan ESC XTRA segir frá enn einum mistökunum er varða nýafstaðina Eurovision-keppni, en örstutt er síðan það kom í ljós að starfsmenn Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva hefðu gert mistök við útreikninga á stigagjöf dómnefndar Hvíta-Rússlands. Þá er því einnig haldið fram að mistök dómnefnda Tékklands og Svíþjóðar hafi geta skipt sköpum um hvaða lönd komust upp úr undanriðlunum.
Nú hefur ítalska ríkissjónvarpið, RAI, opinberað úrslit símakosningar í landinu, en ítalskur almenningur fékk að kjósa í seinni undanriðli og úrslitum Eurovision. Hins vegar stemma tölur RAI ekki við þær tölur sem Samband evrópskra sjónvarpsstöðva var búið að opinbera úr símakosningunni í Ítalíu. Forsvarsmaður RAI staðfestir í samtali við ESC XTRA að tölur stöðvarinnar séu réttar og vissi ekki af misræminu.
Ef að satt reynist, að stig RAI séu rétt, þá þýðir það að Rússar urðu efstir í ítölsku símakosningunni en ekki Noregur. Þá myndu Moldóva, Norður-Makedónía og Litháen einnig færast ofar á blaði meðal almennings í Ítalíu. Litháen komst hins vegar ekki í undanúrslit en átti það hugsanlega skilið ef tölur RAI eru réttar.
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva hefur ekki tjáð sig um ítölsku símakosninguna.