fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Skemmtilegt tónlistarsumar á Íslandi í vændum – Á hvaða hátíð ætlar þú?

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 26. maí 2019 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er enginn skortur á tónlistarhátíðum fyrir tónlistar- og tónleikaglaða Íslendinga í ár, frekar en áður. Hér eru nokkrar af þeim sem haldnar verða yfir íslenska sumarið.

 

Eistnaflug

Rokkhátíðin Eistnaflug fer fram í fimmtánda sinn í Neskaupstað 10.–13. júlí. Í ár er horfið aftur til upphafs hátíðarinnar og hún færð úr íþróttahúsinu og aftur í Egilsbúð, þar sem hátíðin fór fram árlega til ársins 2014. Munu hátíðargestir því geta þjappað sér enn betur saman og nær listamönnum en síðustu ár, en hátíðin er þekkt fyrir vináttu, velvild bæjarbúa, frábæra tónlist af þyngri gerðinni og hér kemst enginn upp með að vera fáviti, sem eru einkunnarorð hátíðarinnar.
Fjöldi þekktra hljómsveita mun spila og má þar nefna Dimmu, Sólstafi, Brain Police, Meistara dauðans og engan annan en Páll Óskar, sem setur glimmerið yfir rokkið líkt og árið 2016. Herra Eistnaflug, Birgir Axelsson, mun síðan skella sér í gervi DJ Fahrenheit og loka hátíðinni.

DIMMA Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir/Svart
Páll Óskar. Ljósmynd: DV/Hanna
Birgir, DJ Fahrenheit, á mexíkóskri sólarströnd

Hjarta Hafnarfjarðar

Hjarta Hafnarfjarðar fer fram vikuna 8.–14. júlí í Bæjarbíói, en hátíðin færist í ár framar í dagatalinu og verður vika í stað fjögurra daga helgi. Listamenn eru að mestu úr Hafnarfirði, en fram koma Á móti Sól, Björgvin Halldórsson, Dimma, Friðrik Dór, Jónas Sig og Vök. Tónleikar fara fram öll kvöld í Bæjarbíói og verður þeim varpað á skjá á útisvæði. Útiböll verða fimmtudag, föstudag og laugardag, DJ, trúbadorar og alls kyns gleði.

Vök
Björgvin Halldórsson
Rita Ora og Martin Garrrix

Secret Solstice

Secret Solstice fer fram í sjötta sinn í Laugardal 21.–23 júní og koma þar fram innlendar sem erlendar stórstjörnur. Í fyrri hópnum má nefna Hatara, Högna, JóaPé & Króla og Sólstafi, og í erlendu deildinni Black Eyed Peas, Martin Garrix Pussy Riot, Rita Ora og Robert Plant. Nýir eigendur eru að hátíðinni í ár og verður hún með breyttum áherslum, styttri í dagafjölda, auk þess að ljúka fyrr hvert kvöld en áður. Áherslan er lögð á fjölskylduvæna skemmtun og fá börn yngri en 12 ára frítt á hátíðina.

Black Eyed Peas
Hatari
Innipúkinn Mynd: María Guðjohnsen

Innipúkinn

Innipúkinn fer fram um verslunarmannahelgina 2.–4. ágúst í Reykjavík, en hátíðin hefur verið haldin árlega frá árinu 2002. Ekki er enn búið að tilkynna hverjir koma fram, en fjölbreytni og gleði er ávallt í fyrirrúmi og verður engin breyting í ár. Aðstandendur Innipúkans eiga enn eftir að upplýsa hvar hátíðin fer fram í ár, en síðustu ár hefur hún farið fram í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Árin þar á undan hefur hún m.a. farið fram í Iðnó, Grand rokk og í Breiðholti. Boðið er upp á karnivalstemningu að degi til, fata- og myndlistarmarkað, matarvagna og plötusnúða og fjölbreytta tónleikadagskrá á kvöldin.

Innipúkinn Mynd: María Guðjohnsen

LungA

LungA, listahátíð ungs fólks verður haldin á Seyðisfirði 19.–21. júlí. Bærinn mun iða af lífi, en markmið Lunga er að efla áhuga ungs fólks á menningu og listum og kjarni hátíðarinnar er fjölbreyttar listasmiðjur undir stjórn þekktra og minna þekktra listamanna. Aron Can, Bríet, Hatari og Mammút eru á meðal þeirra sem koma fram.

Aron Can
Mammút

Hér er taldar upp helstu/stærstu tónlistarhátíðir sumarsins, einnig má benda á fjölda tónlistaratriða á hinum ýmsu bæjarhátíðum, sem hefjast með Sjóaranum síkáta í Grindavík 30. maí, tónleikum sem fara fram um allt land, og heimsóknum erlendra stórstjarna til landsins líkt og Duran Duran í júní og Ed Sheeran í ágúst.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“