fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Fókus

Ævar Austfjörð borðar aðeins kjöt – Flytur nær Sláturfélaginu

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 26. maí 2019 11:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Húsvíkingurinn Ævar Austfjörð hefur unað hag sínum vel í Vestmannaeyjum, en þar hefur hann búið í níu ár og starfar nú sem kokkur hjá Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja. Ævar hefur vakið mikla athygli fyrir matarvenjur sínar, en í lok sumars 2017 tók hann áskorun um að borða bara kjöt og drekka vatn í 90 daga. Mataræðið lagðist vel í Ævar, sem hélt því áfram eftir að áskoruninni lauk  og hefur honum aldrei liðið betur að eigin sögn.

Nú eru nýjar áskoranir framundan hjá Ævari, sem er búinn að setja hús sitt í Vestmannaeyjum á sölu og ráða sig sem kokk í Flúðaskóla, en fjölskyldan flytur í lok sumars.

„Ástæða flutningsins er fyrst og fremst sú að vera nær barnabörnunum mínum tveimur og takast á við nýja faglega áskorun,“ segir Ævar hress í bragði í samtali við DV. Hann mun keyra daglega til vinnu, en fjölskyldan mun búa á Selfossi. Ævar segir að tíminn í Eyjum hafi verið góður og frábært að búa þar.

Aðspurður hvort hann hyggist líka breyta til í mataræðinu samhliða flutningnum, svarar Ævar neitandi og segir afbragðs kjötbændur um allt Suðurland og örugglega kost að hafa SS í næsta nágrenni. „Ég kaupi samt mest af mínu kjöti frá Viðbót á Húsavík og Kjarnafæði. Þar er boðið upp á gott verð og vöru, afbragðs þjónustu og fría heimsendingu.“

Ævar kom karate á koppinn í Vestmannaeyjum, stofnaði félag þar og hefur verið ötull þjálfari í sportinu. Hvað verður um félagið þegar hann flytur og hyggst hann stofna annað á Suðurlandi?

„Ég á von á að þeir sem eru hér í félaginu í Eyjum muni halda starfinu gangandi. Það er einhver starfsemi á Selfossi og í Hveragerði, en ég veit ekki hvernig staðan er á því. Ef það er eftirspurn þá er aldrei að vita hvað ég geri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“

Ívar: „Það er búið að taka þetta viðtal út af netinu og ég þakka guði fyrir það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki

Fræðsluskot Óla tölvu: Svona breytir gervigreindin frægu málverki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg

Ljósbrot hlaut aðalverðlaunin í Gautaborg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir

Vikan á Instagram – Massaður hálf nakinn lögmaður sem gefur ekkert eftir