fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Hafdís skildi ólétt að sínu fimmta barni – „Lífið er of dýrmætt til að ég bara sætti mig við eitthvað“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 26. maí 2019 20:00

Minnsti molinn Hafdís Björg og yngsti sonurinn, Sigurður Gísli, sem er fjögurra mánaða.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafdís Björg Kristjánsdóttir hefur þrátt fyrir ungan aldur getið sér gott orð og unnið titla í fitnessheiminum. Hún stefnir þó hærra; í atvinnumennsku í greininni. Hafdís er einstæð, fimm drengja móðir og segist því þurfa að leggja enn harðar að sér en ella, sonum sínum og yngri keppendum í greininni til fyrirmyndar.

Hafdís er 31 árs, fædd í Danmörku, en uppalin í Borgarnesi. Hún hefur verið í íþróttum frá unga aldri, elskar dans og vinnur í dag sem einkaþjálfari og tímakennari hjá World Class. Þess á milli sinnir hún eigin fyrirtæki, samfélagsmiðlum og sonunum, sem allir hafa erft íþróttaáhuga og metnað móður sinnar.

Þetta er hluti af stærra viðtali í helgarblaði DV.

Skilnaður korter í fæðingu

Hafdís og eiginmaður hennar voru mjög hamingjusöm og því kom það mörgum á óvart þegar þau sögðu frá því fyrir stuttu að þau væru skilin. Aðspurð hvað hafi valdið því, segir Hafdís að barnsfaðir hennar hafi áttað sig full seint á því að samband með öllu því sem því fylgir væri kannski ekki alveg það sem hann vildi.

„Hann tók einhverja u-beygju þarna í desember, korter í fæðingu. Og þegar Sigurður var fjögurra vikna þá bað ég hann að flytja út og mamma kom í bæinn til að aðstoða mig. Ég veit ekki hvar ég væri án hennar,“ segir Hafdís og segist í dag vera komin yfir reiðina og sorgina, sem þyrmdi yfir hana við skilnaðinn. „Ég er fegin að við sögðum engum frá skilnaðinum fyrr en í mars eða apríl, þá var ég komin yfir reiðina og sorgina og orðin sátt. Margir hafa orðið mjög reiðir, en ég er komin yfir þetta og reiðist því ekki með þeim. Hvort sem mér líkar betur eða verr þá er ég að fara að ala tvo syni upp með barnsföður mínum næstu 18 ár og það er mikilvægt að muna þegar börn eru í spilinu að skilnaður fari ekki út í eitthvert skítkast. Fólk verður að átta sig á að ef maður talar illa um foreldri við barnið, þá er maður að tala illa um þann sem er hluti af barninu, og börn taka slíkt inn á sig. Það er líka algengt að fólk noti börnin sem vopn, sem bitnar fyrst og fremst á börnunum. Ég hef upplifað það í gegnum vinkonur mínar hvað slíkt getur verið erfitt. Það gerði mig líka reiða að hann var búinn að sjá hvaða áhrif skilnaður hafði á syni mína, sem var erfitt fyrir þá, svo leggur hann þetta á þá aftur. Í stað þess að bara ákveða fyrr hvað hann vildi eða bara tækla tilfinningar sínar eins og fullorðinn maður. En þó að sambandið hafi ekki enst hjá okkur, þá er hann frábær pabbi og sinnir strákunum mjög vel.

Ég er mjög sjálfstæð og lærði það ung af mömmu. Hún var bæði mamman og pabbinn í uppeldinu og kenndi mér strax að ef það þarf að gera eitthvað þá geri ég það sjálf, í stað þess að bíða eftir einhverjum öðrum. Ég hef aldrei verið háð öðrum og mér finnst það mikið frelsi. Mér finnst ég eiga allt það besta skilið og er ekki hrædd við að vera ein, maður á ekki að sætta sig við aðstæður sem maður vill ekki vera í. Ég hef alltaf lifað þannig að ég hugsa; ef ég dey á morgun vil ég þá vera eins og ég er í dag? Lífið er of dýrmætt til að ég bara sætti mig við eitthvað.“

Hafdís er virk á samfélagsmiðlunum Snapchat og Instagram: hafdisbk og á heimasíðu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir