Ljósmyndarinn knái Sigurþór Hallbjörnsson, best þekktur sem Spessi, fagnaði þeim áfanga í vikunni að ná rauða beltinu í karate.
Næst er svarta beltið og stefnir Spessi á að ná því markmiði að ári. Það ár verður hann 64 ára og því á lag Bítlanna, When I’m Sixty-Four, vel við.
Spessi gaf í fyrra út ljósmyndabókina 111, sem geymir myndir af íbúum og umhverfi samnefnds póstnúmers í Breiðholti. Spessi ávann sér traust fólks í hverfinu og á myndunum má sjá alla flóru mannlífsins, unglinga í íþróttum, ráðsetta eldri borgara og eiturlyfjaneyslu og eymd.