fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fókus

Kvartað yfir flugmiðamálinu: „Þetta er óneitanlega eitthvað sem fór fyrir brjóstið á mér“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 21. maí 2019 09:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Felix Bergson, fararstjóri íslenska Eurovision-hópsins er ekki ánægður með framgöngu flugvallastarfsmanna í Tel Aviv. Hann segir frá því í samtali við Morgunblaðið.

„Þetta er óneitanlega eitthvað sem fór fyrir brjóstið á mér, ég er ekki ánægður með svona framgöngu,“ segir Felix í samtali við Morgunblaðið.

Flugvallastarfsmenn í Tel Aviv montuðu sig á netinu að hafa gefið meðlimum Hatara léleg sæti í flugvélinni frá Tel Aviv í gær.

Einar Stefánsson, trommari Hatara, benti á Instagram-síðu sinni í gær að ísraelska flugfélagið El Al hafi sett hljómsveitina í verstu mögulegu sæti á leiðinni frá Ísrael.

Hann deildi skjáskoti af færslu Daher Dahli nokkurs sem birtir skjáskot þar sem starfsmenn flugfélagsins monta sig af því að hafa úthlutað Hatara miðju sæti og aðskilin. Hægt var að sjá sætisnúmer hljómsveitarmeðlima sem og flugnúmer vélarinnar.

„Þetta er það sem þau fá fyrir að mótmæla,“ hefur Dahli eftir starfsmönnum.

Eins og fyrr segir er Felix ekki ánægður með framferði starfsmannana og segir við Morgunblaðið að hópurinn ætlar sér að skoða málið nánar á næstu dögum og gera athugasemdir.

„En hvort það fari í gegnum okkar samstarfsaðila, sem er Icelandair, sem bókar flugið, eða einhverja aðra verður bara að koma í ljós,“ segir Felix.

Felix segir að hópurinn hafi velt fyrir sér hvort þau ættu að gera mál úr þessu á flugvellinum en ákváðu að bíða með það og gera frekar formlega kvörtun. „Auk þess sem við vildum ræða við okkar menn hjá Ríkisútvarpinu um hvað fólk vildi að við gerðum í þessu, en mér finnst þetta ekki gott mál,“ segir Felix við Morgunblaðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi

Er steinhissa á því sem hann sér aftur og aftur á Íslandi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir

Einkaspæjari afhjúpar nýja leið hvernig makar fela framhjáhald – Forrit sem er í öllum iPhone símum og vekur engar grunsemdir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“

Tímamót hjá Helga Ómars – „Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er það rétt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“

Hera Björk varð fyrir hatrammri aðför: „Þetta var í hundraðatali og endaði í þúsundatali og var augljóslega skipulagt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi

Fyrrum landbúnaðarráðherra og sagnamaður selur miðbæjarperlu á Selfossi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina

Sérstæð vinátta ræstingakonu og kolkrabba hefur heillað heimsbyggðina