fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Höpp og glöpp Óla í bók

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. maí 2019 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðsögumaðurinn Ólafur B. Schram hyggst gefa út sína fyrstu bók, þar sem hann mun segja frá höppum og glöppum á ferðalögum sínum um landið, af reiðmennsku og æskuminningum.

„Undanfarin ár hef ég birt smásögur á Facebook-síðu minni og ekki hlotið tjón af,“ segir Ólafur, en um 70 sögur verður að finna í bókinni.

Fjallafari – Highlander, fyrirtæki Ólafs, fagnar 25 ára afmæli í ár, en Ólafur hefur varið um 5.000 dögum síðastliðin 25 ár eða nær 14 árum samanlagt á ferðum um byggðir og óbyggðir Íslands. „Á þessum tíma hef ég gist í tjöldum, á hótelum, í bændagistingu og í allt að 117 fjallaskálum, ekið Sprengisand ótal sinnum á hverju ári, Gæsavatnaleið að jafnaði tvisvar á hverju sumri og farið alla merkta vegarslóða á korti og komið á þorra allra gististaða landsins, nær oftast með erlenda ferðamenn með mér,“ segir Ólafur. „Ég hef komið víða við, bæði gangandi, hjólandi, ríðandi og akandi.“

Ólafur safnar fyrir útgáfu bókarinnar á Karolina Fund: Höpp og glöpp Óla. Hægt er að styrkja útgáfuna og fá í staðinn allt frá eintaki af bókinni upp í tveggja daga ferðalag um hálendið með höfundi, auk eintaks af bókinni og boði í útgáfuhóf.

„Sögurnar mínar með höppum og glöppum hafa verið lesnar af fjölda fólks. Hver þeirra er örsaga, tvær til þrjár blaðsíður. En þær virðast vera vinsælar,“ segir Ólafur. „Og eftir fimm ára skrif örlar enn á ábendingum um að safna þessu saman og binda inn. Næsta skref er því að láta reyna á þessar hvatningar og nýta sér vinskapinn við ykkur. Ég hef rætt við útgefanda. Hann vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar ég birtist á skrifstofunni hjá honum, hefur þekkt mig fyrir aðra hluti en innivinnu og skriftir. Hann las tvær til þrjár greinar, sannfærðist og gerði mér tilboð. Þar er ég staddur í dag. Nú er komið að ykkur að styðja mig í raun.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 13 klukkutímum
Selena Gomez trúlofuð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum

Emmsjé Gauti auglýsir eftir ófrískum konum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?