fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Fókus

Matthías um góðan árangur Hatara: „Almenningsálitið getur sveigst í skuggalegar áttir“

Fókus
Mánudaginn 20. maí 2019 20:00

Matthías Tryggvi Haraldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það þarf í rauninni að öskra svo einhver heyri í þér,“

segir Matthías Tryggvi Haraldsson, söngvari Hatara.

Í stuttri heimildarmynd um hljómsveitina,. sem ber heitið HATARI x Tattarrattat og er hana að finna á YouTube, segir Matthías að huhugmyndin um „uppreisnarsegginn í tónlist“ sé gífurlega þversagnarkennd þó algeng sé. Matthías er á meðal nokkurra einstaklinga sem eru í brennidepli í umræddri heimildarmynd en hún varpar ljósi á því sem hljómsveitin stendur fyrir.

Viðtölin voru öll tekin áður en lokakvöld Eurovision-keppninnar fór fram, og þar af leiðandi uslinn sem hljómsveitin skapaði þegar tilkynnnt var um stigin sem áhorfendur gáfu Hatara í símakosningu í beinni útsendingu. Sáust þá meðlimir hljómsveitarinnar veifa Palestínufánanum og náðu skilaboðin til líklega um 200 milljóna í heiminum. Þegar Matthías er spurður á undan lokakeppninni hvað væri góður árangur fyrir hljómsveitina segir hann:

„Árangur væri ef það kemst pólitík á dagskrá í kringum Eurovision sem hefði annars aldrei komist á dagskrá með sama hætti, það er að segja ef einhver í Búlgaríu eða Danmörku kynnir sér alvarleg mál á þessu svæði – stöðu Palestínu og Ísrael – sem hefði ekki annars gert það. Ég held að margir séu farnir að sökkva sér í þessi mál af meiri dýpt út af því hvernig við höfum sett þau á dagskrá hér heima. Það væri árangur,“ segir hann.

Þversagnirnar áhugaverðar

„Við reynum að fjalla um valdhafa, ímyndarherferðir og popúlisma, eða sveigjanlegt almenningsálit. Almenningsálitið getur sveigst í skuggalegar áttir, segir Matthías um stefnu hópsins almennt.

„Það er í rauninni forréttindastaða að þessi listamannadraumur millistéttardrengsins, að vilja rísa úr meðalmennskunni og hafa rödd. Þetta er kannski klisja fyrir listamenn í okkar stöðu en einhvers staðar úr okkar bakgrunni hlýtur þetta að spretta.

Allar þessar þversagnir sem nútímaborgarar lifa innan um, þær eru svo áhugaverðar. Maður vill vera umhverfisverndarsinni en lifir mest mengandi lífsstíl sem hægt er að lifa. Manni líður vel með það í smástund ef maður kýs papparör í staðinn fyrir plaströr. Ég held að Hatari sprettir úr þessum þversögnum nútíma Vesturlandabúans.“

Uppfært 21.05.2019 kl. 11.08:

RÚV hefur vakið athygli DV á því að YouTube-hlekkur sem fylgdi fréttinni hafi ekki verið á vegum RÚV og ólöglega settur á YouTube. Hlekkurinn hefur því verið fjarlægður en hægt er að horfa á þáttinn á vef RÚV með því að smella hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“

Ragnhildur birti nýja sjálfsmynd sem er „dæmi um konu eins og hún kemur af kúnni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá

Gísli segist hafa beðið um að fara á staði handan jarðar – Lýsir því og þeim sem hann sá
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“

Vikan á Instagram – „Hvað er langt í sumarið? Ég er að spyrja í alvöru“