John Oliver fjallaði um Hatara í þætti sínum á HBO, Last Week Tonight With. Þátturinn er sýndur á HBO, á sömu stöð og Game of Thrones, og nýtur mikilla vinsælda.
John fór yfir nokkur atriði á Eurovision sem honum þótti áhugaverð, meðal annars framlag Ástralíu og lýsti þar söngkonunni sem Elsu úr Frozen á priki. Hann sagði að íslenska atriðið hafi staðið upp úr og hafi „farið allt aðra leið.“ Hann spilaði brot úr framlagi Íslands og sagði: „Loksins erum við komin með svarið við spurningunni: „Hvað myndi gerast ef þú myndir dreifa englaryki yfir sýningu hjá Chris Angel.“
Það sem þykir athyglisvert er að John Oliver minntist ekki á að Hatari hafi veifað palentínska fánanum á úrslitakvöldinu, en það hefur vakið mikla athygli um heim allan.
Sjáið klippuna úr þættinum hér að neðan. Spilarinn byrjar á umfjölluninni um Eurovision.