Leikarinn Peter Mayhew er látinn, 74 ára að aldri. Þetta var tilkynnt á Twitter-aðgangi leikarans í dag, en þar kemur fram að hann hafi látist þann 30. apríl á heimili sínu í Texas í Bandaríkjunum með fjölskylduna við sína hlið.
Mayhew er best þekktur sem Chewbacca, eða Loðinn, úr Stjörnustríðsmyndunum og var hann mjög hávaxinn maður, eða um 2,18 m á hæð. Leikarinn helgaði feril sinn Chewbacca, fyrir utan nokkrar undantekningar og má þar nefna hryllingsmyndina Terror frá árinu 1978. Finnski leikarinn Joonas Suotamo tók við hlutverkinu fræga í síðustu tveimur Stjörnustríðsmyndum en Mayhew var aldrei langt undan og gegndi hann þá starfi sem ráðgjafi nýja Chewbacca-leikarans.
Mayhew lætur eftir sig eiginkonu, Angelique Mayhew, og höfðu þau verið gift í tæp 20 ár.
The family of Peter Mayhew, with deep love and sadness, regrets to share the news that Peter has passed away. He left us the evening of April 30, 2019 with his family by his side in his North Texas home. pic.twitter.com/YZ5VLyuK0u
— Peter Mayhew (@TheWookieeRoars) May 2, 2019