Eurovision-aðdáandinn Úlfar Viktor Björnsson býr ávallt til drykkjuleik fyrir úrslit Eurovision og í ár er engin breyting þar á.
Úlfar gaf DV leyfi til að birta drykkjuleikinn, sem gæti gefið einhverjum innblástur fyrir kvöldið.
Hér fyrir neðan má sjá fyrsta hluta leiksins og fyrir neðan myndina er textalýsing á leiknum.
…kynnarnir syngja
…tala í rímum
…reyna að vera fyndnir
…Gísli Marteinn er fyndinn/óviðeigandi
…Gísli Marteinn segir brandara um lög/flytjendur
…kynnarnir eru samtaka
…kynnarnir hafa búningaskipti
…íslenski fáninn sést
…Eurovision-upphækkun kemur
…„Thank You Europe“ er kallað
…vindvél er á sviðinu
…koma lög annað hvort um ást eða hatur
…það er reykur eða eldur á sviðinu
…Ísland fær meira en átta stig frá landi