Hljómsveitin Hatari steig á svið rétt í þessu og flutti Hatrið mun sigra fyrir troðfullri Expo höllinni í Tel Aviv í Ísrael. Mikil fagnaðarlæti brutust út eftir að lagið kláraðist en þó eru margir sammála um að Matthías hafi verið úr takti og hafi orðið seinkun á rödd hans í miðbiki lagsins. Í kjölfar þessara meintra tæknilega mistaka hefur Ísland hrapað úr 5. sæti í veðbönkum EurovisionWorld niður í 9. sæti.
Felix Bergsson, fararstjóri íslenska liðsins, segir í samtali við Vísi að Matthías hafi aðeins farið úr takti í tvær til þrjár línur en annars hefði flutningur Hatara verið hnökralaus.
Áhorfendur hafa þó verið duglegir að benda á þetta á Twitter og eru samsæriskenningarnar farnar á flug.
Sjá má dæmi:
Það að eyrað á Matta hafi dottið út var engin tilviljun. Engin. #12stig
— Dagbjört Hákonardóttir (@dagbjort) May 18, 2019
Ísraelar lögðust það lágt að reyna slátra in ear monitorunum hjá Hatara! #Losers #12stig
— Arnór Jónsson (@arnorjons) May 18, 2019
Það heyrðu allir sem eru komnir til vits og ára að þetta var tæknin og hljóðmenn að klikka en ekki Matthías ? #sympathyvotes #12stig #reykjavik2020
— Dagny Reykjalin (@dreykjalin) May 18, 2019
Not cool Israel #Israel #TelAviv #eurovision #kanisrael #12points #12stig #EurovisionSongContest2019 #Hatari https://t.co/4VxQTu099x
— E Petursdottir (@ElenaKristinP) May 18, 2019
Þetta sound vesen og rugl hjá Hatari. Ekkert annað en NSO Group að störfum. Sama gildir með Eurovision appið. #12stig
— Svavar Örn (@serbinn) May 18, 2019
Kenning: Matthías feikaði tæknileg hljóðvandamál um miðbik lagsins, þeir heimta að fá að flytja lagið aftur, samsæriskenningar verða til um að Ísrael hafi átt við hljóðið, pólitíkin blossar. #4Dchess #12stig
— Vignir Gudmunds (@vigniro) May 18, 2019