fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Google spáir Íslandi öðru sæti í Eurovision – Nokkrum stigum frá sigrinum – Svona eiga stigin að skiptast

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 17. maí 2019 11:16

Vonandi hefur Google rétt fyrir sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leitarvélin Google er búin að gefa út sína spá hvernig fer annað kvöld í úrslitum Eurovision, en spá þeirra er byggð á hve oft er leitað að flytjanda hvers lands og hvar í heiminum er leitað að framlögum í Eurovision. Íslandi er spáð öðru sæti í spá Google en ef spáin gengur eftir verður það Frakkinn Bilal Hassani sem fer með sigur af hólmi.

Spá Google er nokkuð áreiðanleg. Portúgalanum Salvador Sobral var réttilega spáð sigri hjá Google árið 2017 og í fyrra var hinni ísraelsku Nettu spáð öðru sæti hjá Google, en eins og flestir vita bar hún sigur úr býtum í fyrra. Þetta gæti því verið fordæmisgefandi og gott fyrir Ísland.

Google notast við hið hefðbundna stigakerfi Eurovision, frá einu stigi upp í átta, tíu og tólf stig, til að ákvarða hvernig staða framlaga þessa árs er og hvaða lönd gefa hvaða flytjendum stig. Í þriðja sæti í spá Google er hinn rússneski Sergey Lazarev en Hollendingurinn Duncan Laurence þarf að sætta sig við fjórða sæti, þó honum hafi verið spáð sigri í margar vikur. Hvíta-Rússland, sem enginn hefur trú á, er spáð fimmta sæti og Kýpur sjötta sæti.

Hér má sjá topp 20 spá frá Google.

Svíinn John Lundvik er eflaust ekki sáttur með fyrrnefnda spá þar sem honum er spáð fjórtánda sæti. Hann hefur verið talinn sigurstranglegur hingað til. Ástralska söngkonan Kate Miller-Heidke er í öðru sæti veðbankaspám eins og er en í spá Google er hún í 22. sæti. Á botni lista Google eru gestgjafarnir í Ísrael, Malta og frændur okkar Danir.

Ef rýnt er í tölur Google má sjá að Ísland fær samtals rúmlega þrjú hundruð stig í úrslitakeppninni. Fyrrnefndur Bilal fær rúmlega fimmtíu stig, og því ekki mikið sem skilur að fyrsta og annað sætið. Fullt hús stiga, eða tólf stig, fáum við Íslendingar frá Finnlandi, Noregi, Bretlandi, Danmörku, Póllandi, Hollandi og Ítalíu ef marka má spá leitarvélarinnar. Það eru hins vegar tíu lönd sem gefa okkur tíu stig, Svíþjóð, Lettland, Litháen, , Írland, Frakkland, Tékkland, Austurríki, Ungverjaland, Slóvenía og Króatía. Átta stig koma síðan frá Belgíu, Spáni, Portúgal, Rúmeníu, Serbíu, Grikklandi og gestgjöfunum í Ísrael.

Aserbaídjan er okkur ekki hliðhollt og gefur tvö stig, en San Marínó og Albanía þurrka okkur úr stigatöflunni.

Hér fyrir neðan má sjá kort frá Google um hvernig atkvæðin til Íslands skiptast:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir