fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Dauðsfall á Eurovision – Sonurinn spyr hvernig þetta gat gerst á svona stórum viðburði

Fókus
Miðvikudaginn 15. maí 2019 15:30

Fuldi Schwartz skilur eftir sig eiginkonu og tvö börn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísraelskur maður lenti í slysi síðastliðinn mánudag þegar ljósapallur datt á hann við undirbúning í Eurovision-höllinni í Tel Aviv. Times of Israel greinir frá. 

Fuldi Schwartz, 66 ára, var að afferma búnað úr vörubíl á bílastæði hallarinnar þegar ljósapallur á hjólum veltist yfir hann. Fuldi hlaut alvarlega höfuðáverka, brotin rifbein, samfall á lunga og mænuskaða. Hann lést fyrr í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ichilov spítalanum í Tel Aviv.

Fuldi skilur eftir sig eiginkonu, Dalia, og tvö börn, Erez og May. Erez hafði ýmsar spurningar um öryggi á svæðinu.

„Við kennum engum um á þessu stigi, en hvernig er það mögulegt að á viðburði eins stórum og Eurovision, með svo mikla peninga í spilunum, svo mikla yfirumsjón og öryggi, að eitthvað svona hræðilegt geti samt gerst?“ segir hann við Ynet fréttaveituna.

Lögreglan og starfsfólk velferðarráðuneytisins fóru á vettvang á mánudaginn og hafa komið af stað formlegri rannsókn.

Samkvæmt fyrstu niðurstöðum var meðhöndlun ljósapallsins ekki samkvæmt öryggisreglum.

Skipuleggjendur Eurovision sendu Schwartz fjölskyldunni samúðarkveðjur í yfirlýsingu um atvikið.

„Hugur okkar og samúð fara til fjölskyldu [Fuldi Schwartz]. Forgangur okkar hefur alltaf verið um öryggi og öryggi allra sem koma að Eurovision söngvakeppninni, og eins og reglur segja til um, þá erum við að vinna með yfirvöldum,“ segir í yfirlýsingunni.

Samkvæmt fréttasíðunni Walla, er Fuldi Schwartz tuttugasti og níundi til að láta lífið á vinnusvæði í Ísrael árið 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna