Gríðarlegur fjölmiðlaáhugi er á Hatara og segir Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, að stærstu fjölmiðlar heims eru á eftir hljómsveitinni.
Sjá einnig: Felix segir mikinn létti að hafa komist áfram: „Stærstu fjölmiðlar heims eru á eftir Hatara“
Matthías Tryggvi, Klemens og Einar Hrafn mættu eldsnemma í morgun í spjallþáttinn Good Morning Britain. Þeir hittu sjónvarpsmanninn Richard Aarnold á ströndinni í Tel Aviv, og voru að sjálfsögðu klæddir í viðeigandi fatnað.
„Þið eruð risastórir í Bretlandi núna,“ segir Richard við Hatara.
Horfðu á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Richard Arnold appears to have made some interesting new friends in Tel Aviv ?Meet Iceland’s entry Hatari. #Eurovision@richardAarnold | pic.twitter.com/IpGtful4aq
— Good Morning Britain (@GMB) May 15, 2019
Í samtali við DV sagði Felix að næstu tveir dagar fara í viðtöl við stjórar sjónvarps- og útvarpsstöðvar um allan heim.
„Þannig það verður næstu tvo daga en síðan bara byrjar algjör rússíbani á föstudaginn og honum lýkur ekki fyrr en að öllu er lokið. Það er bara svoleiðis.“