Hljómsveitin Hatari stígur á svið í fyrri undanriðli Eurovision í kvöld og hefst bein útsending frá keppninni klukkan 19 á RÚV.
Ísland hefur ekki komist upp úr undanriðlinum síðan árið 2014, en Hatara er spáð góðu gengi og 85 prósent líkur á að þeir komist upp úr riðlinum og í úrslit samkvæmt veðbankaspám sem birtar eru á vef Eurovision World.
Mikil spenna ríkir fyrir keppninni í kvöld, en hvað segja lesendur DV? Ná Hatarar að binda enda á eyðimerkurgöngu Íslands í Eurovision? Takið þátt í könnuninni hér fyrir neðan.