fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Laufey og Ísak spá í spilin fyrir kvöldið: „Eins manns dauði er annars brauð“ – Sviðströllið frá Ungverjalandi og epísk leiðindi frá Svartfjallalandi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Þriðjudaginn 14. maí 2019 14:00

Ísak og Laufey. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laufey Helga Guðmundsdóttir og Ísak Pálmason, sem bæði sitja í stjórn FÁSES, félags áhugafólks um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, voru gestir hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar fyrir stuttu og spáðu í spilin fyrir Eurovision. Eins og flestir ættu að vita stígur Hatari á svið í kvöld og keppa í fyrri undanriðli Eurovision. Laufey og Ísak eru sannfærð um að hljómsveitin komist áfram í úrslit.

„Þeir draga mann inn, þeir soga mann að sér. Þeir eru með „stage presence“ sem er engu öðru líkt,“ segir Laufey og Ísak er sammála. Hann segir tungumálið ekki öllu máli skipta í atriði sem þessu.

„Þó það sé á íslensku þá ná þeir að túlka það á alþjóðlegan hátt þannig að allir geti skilið,“ segir hann. „Ég held að þú þurfir ekki að skilja íslensku til að fatta út á hvað þetta gengur. Þú þarft meira að segja ekki að fatta út á hvað þetta gengur heldur bara að þetta veki einhver hughrif hjá þér,“ segir Ísak. „Þetta er stórkostlegur listgjörningur,“ bætir Laufey við.

Samsæriskenningin

Hataraliðar eru þrettándu í röðinni í kvöld, sem Ísak og Laufey segja mjög gott. Í raun eru þau með kenningar um röðunina.

„Það er bara mjög gott að vera í síðari hlutanum. Við erum með samsæriskenningar um það að við höfum ekki verið sett síðust í fyrri undankeppninni, því þetta væri frábært lag til að loka sjóinu. En þeir ætla að spara það þar til á lokakvöldinu,“ segir Ísak, sannfærður um að ísraelskir aðstandendur keppninnar séu með þetta allt útpælt. „Það eru engar tilviljanir í þessu. Þetta fer allt samkvæmt áætlun,“ segir Laufey og brosir.

Færri áskrifendur að úrslitasæti

Varðandi riðilinn almennt segja þau Laufey og Ísak að þetta sé klárlega lakari riðillinn af þessum tveimur undankeppnum, sem hefur svo sem ekkert verið neitt launungamál.

„Þessi fyrir undankeppni er ekkert mikið til að hrópa húrra yfir. Þetta er náttúrulega líka bara undankepnin sem er með færri áskrifendur að úrslitasæti. Þarna eru Grikkland og Ástralía sem hefur gengið vel í undankeppninni,“ segir Laufey og bætir við að hún sakni einnar þjóðar.

„Við söknum að sjálfsögðu gríðarlega Úkraínu og Maruv þarna. Við erum kannski pínu fegin að hún er ekki með því hún hefði veitt Hatara mikla samkeppni,“ segir hún. „Eins manns dauði er annars brauð.“

Úkraína dró sig úr keppni vegna ágreinings á milli úkraínska sjónvarpsins og Maruv sökum þess að hún vildi ekki skrifa undir samning þar sem henni var bannað að halda tónleika í Rússlandi meðal annars.

Ísak er sammála Laufeyju með að riðillinn sé slappur.

„Þetta er ekki sterkur riðill og það eru ekki sterk lög að keppa. Það verður gaman að sjá hvaða lönd komast áfram,“ segir hann.

Gíska söngkonan fær bágt fyrir

Uppáhaldsatriði Ísaks kemur á óvart, en því er ekki spáð góðu gengi í kvöld.

„Ég á nokkur uppáhaldslög en Serhat er mitt uppáhaldsatriði og ég vænti mikils af honum,“ segir hann. Serhat er frá San Marínó og syngur lagið Say Na Na Na. Hann lokar fyrra undanúrslitakvöldinu.

Laufey er ekki hrifin af framlagi Serhat og telur í raun að erfitt sé að spá fyrir um úrslitin í kvöld.

„Það veltur náttúrulega allt á sviðssetningunni. Það er klisja en þetta er satt. Við höfum heyrt að ástralska Kate Miller-Heidke ætli að breyta sviðssetninguna mikið. Hún er náttúrulega óperusöngkona og þær gera náttúrulega ekkert nema að standa á sviðinu og þess vegna eru þær alltaf settar í svona stóra kjóla,“ segir hún. „Það verður spennandi að sjá sviðssetninguna hjá Kate Miller-Heidke.“

Varðandi gríska framlagið, Better Love með Katerine Duska, segja þau ómögulegt að spá um hvað gerist, þó að Grikkjum hafi almennt gengið afar vel í undankeppnum Eurovision.

„Gríska söngkonan hefur verið að fá bágt fyrir því hún er ekki nógu góð „live“,“ segir Laufey. „En lagið er dúndur gott og maður heldur pínu með þeim,“ bætir hún við. „Hún gæti unnið eða hún gæti ekki komist áfram,“ segir Ísak.

„Fyrir mér er það lag bara einhver endurvinnsla“

Þá víkur sögunni að Tömtu sem keppir fyrir hönd Kýpurs með lagið Replay, en margir hafa líkt því við lagið Fuego sem Eleni Foureira flutti í Eurovision í fyrra og endaði í öðru sæti. Tamta hefur hrapað niður í veðbankaspám síðan að æfingar hófust og er nú spáð tólfta sæti í úrslitakeppninni.

„Mér þykir rosalega vænt um hana,“ segir Ísak um Tömtu. „Hún á náttúrulega ótrúlega sögu þessi kona. Hún er 38 ára gömul og barnið hennar er 22ja ára. Hún er frá Georgíu, eignaðist barn með manni þar sem hún giftist þegar hún var 16 ára,“ segir Ísak og bætir við að Tamta hafi náð að flýja það hjónaband að lokum. „Þeir eru með rosa skrýtna menningu þar sem brúðum er rænt og þær neyddar í hjónaband,“ segir Laufey.

Ísak heldur með Tömtu.

„Mér finnst lagið hennar æðislegt. Svo er bara spurning hvernig hún er „live“.“

Laufey er ekki jafn hrifin.

„Fyrir mér er það lag bara einhver endurvinnsla, enda heitir það Replay. Er þetta ekki orðið svolítið þreytt? Þurfum við ekki eitthvað original eins og Ísland?“

Sviðströllið

Ungverjar treysta á Eurovision-stjörnuna Joci Pápai með lagið Az én apám sem sló í gegn með lagið Origo í Eurovision árið 2017 og endaði í áttunda sæti. Laufey er sannfærð um að hann komist áfram í kvöld, þó lagið hans í ár sé ekki jafnsterkt og árið 2017.

„Hann er sviðströll. Hann er með sviðssjarma á við þrjátíu manna kór,“ segir hún. „Nú er ég alveg viss um að Evrópa eigi eftir að snúast á sveif með honum í þessu lagi.“

Ísak er einnig hrifinn af Joci, sem og Belganum Eliot með lagið Wake Up.

„Í fyrsta sinn sem ég hlustaði á Belgíu þá fór það á toppinn hjá mér. Eftir það fór það niður. Það er spurning hvort hann nái þessum hughrifum. Hann þarf bara eina hlustun þannig að það er spurning hvað hann gerir,“ segir Ísak.

Þá er Laufey einnig skotin í framlagi Póllands, kvennakvartettsins Tuliu með lagið Pali się.

„Mér finnst Pólland mjög skemmtilegt. Þetta þjóðlaga öskur.“

Flopp eða meistaraleg snilld?

Þegar kemur að lakari framlgöum í riðlinum stendur ekki á svörunum.

„Það er fleira skrýtið í þessum riðli eins og Portúgal, sem maður veit ekki hvort er algjört flopp eða meistaraleg snilld,“ segir Laufey. „lagið heitir Telemóveis sem þýðir farsími. Það er kannski slæmt signal þarna í Portúgal?“ bætir hún við.

„Svo er epíska leiðinlega snilldin í ár sem er Svartfjallaland og D-Moll,“ segir Laufey, en um er að ræða hóp af ungmennum sem kynntust í tónlistarskóla. Sum þeirra ku vera slakir söngvarar. „Það er búið að taka út einhverjar raddir,“ segir Ísak.

Í stuttu máli telja Laufey og Ísak að Ísland, Ungverjaland, Ástralía og Grikkland eigi góða möguleiki á að komast áfram. Tékkland, Eistland, Belgía og San Marínó gætu líka sungið sig í úrslitin.

Spána í heild sinni má hlusta og horfa á hér fyrir neðan:

Fókus: Eurovision – fyrri riðill from DV Sjónvarp on Vimeo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið