fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Sigurlíkur Íslands dvína – Hatari hrapar niður í veðbankaspám

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 12. maí 2019 15:16

Hatari sló í gegn í gærkvöldi. Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur líka ekki farið framhjá neinum að Eurovision-keppnin hefst í Tel Aviv í Ísrael í næstu viku. Undirbúningur keppenda er þó löngu hafinn í borginni og lauk formlegum æfingum á stóra sviðinu í dag þegar að stóru löndin sex, Þýskaland, Spánn, Ítalía, Bretland, Frakkland og gestgjafarnir Ísrael æfðu sín atriði.

Nú tekur við annars konar undirbúningur, generalprufur, búningarennslu, dómararennsli og fjölskyldurennsli.

Nú þegar að öllum æfingum er lokið hryggir það eflaust einhverja Íslendinga að staða Hatara í veðbönkum hefur breyst gífurlega mikið til hins verra. Áður en æfingar hófust var Íslandi spáð 6. sæti í keppninni. Eftir fyrstu æfingu datt Hatari niður í 8. sæti í veðbankaspá Eurovision World en nú eru Hatarar komnir niður í 10. sæti.

Frakkinn fljúgandi

Það hafa verið talsverðar sviptingar í veðbankaspám síðustu daga, sérstaklega eftir að stóru löndin sex æfðu sín lög.

Allt í einu er Frakkland búið að klifra upp í 3. sæti með söngvarann Bilal Hassani fremstan í flokki með lagið Roi. Áður en æfingar hófust var Bilal spáð 11. sætinu, en æfingar hans hafa gengið gríðarlega vel.

Hollendingurinn Duncan Laurence heldur enn toppsætinu, líkt og hann hefur gert síðustu vikur og Svíþjóð er búið að koma sér vel fyrir í öðru sæti. Það gæti þó verið skammgóður vermir því Bilal hinn franski er enn á uppleið, ef marka má veðbankaspá. Svíinn John Lundvik og fyrrnefndur Bilal eru búnir að reka Rússann Sergey Lazarev úr topp þremur, sem hlýtur að vera skellur fyrir Rússland.

Athygli vekur að Ítalinn Mahmood með lagið Soldi er dottinn niður í 6. sæti, en honum var lengi vel spáð í þrjú efstu sætin og margir sannfærðir um að hann bæri sigur úr býtum næsta laugardag.

Svisslendingurinn Luca Hänni, sem spáð var þriðja sæti áður en æfingar hófst, er dottinn niður í 8. sæti og enn á niðurleið. HIns vegar er ástralska söngkonan Kate Miller-Heidke, sem náði ekki inn á topp 15 fyrir æfingarferlið, komin upp í 9. sæti eftir velheppnaðar æfingar.

Enn getur allt gerst og þó veðbankaspár gefi ágætis vísbendingar um gengi landa í keppninni er ómögulegt að segja hver stendur uppi sem sigurvegari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð

Líflegar umræður á Matartips eftir að ostaunnandi bað um ráð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“

Getur ekki gleymt því sem hún sá í tölvu eiginmannsins – „Ég man það í hvert skipti sem við stundum kynlíf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum

Cher afhjúpar skuggahliðar hjónabandsins – Íhugaði að kasta sér fram af svölum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom