Fyrri undankeppni Eurovision fer fram næsta þriðjudag, 14. maí í Tel Aviv í Ísrael. Hatari, með lagið Hatrið mun sigra, keppir í seinni helming fyrri undankeppninnar en sautján lönd keppa í fyrri undankeppninni og eru tíu lög sungin á ensku. Tíu lög komast áfram í úrslit Eurovision sem fara fram 18. maí.
Það má segja að Íslendingar hafi lent í heppilegri undankeppninni þar sem aðeins eitt land (Ástralía), fyrir utan Ísland, af þeim tíu sem eru talin sigurstranglegust eru í okkar riðli. Hér fyrir neðan má hlusta á alla keppinauta Hatara í fyrri undankeppninni í þeirri röð sem þeir stíga á svið, en Hatari eru þrettándu í röðinni á milli Ástralíu og Eistlands.
Kýpur
Svartfjallaland
Finnland
Pólland
Slóvenía
Tékkland
Ungverjaland
Hvíta-Rússland
Serbía
Belgía
Georgía
Ástralía
Eistland
Portúgal
Grikkland
San Marínó