fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fókus

Valgerður gisti hjá sláturhúsi þegar hún var tólf ára – Vaknaði upp við martröð: „Hræðileg öskur og svo hvellur“

Fókus
Föstudaginn 10. maí 2019 16:00

Valgerður Árnadóttir. Mynd: Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Árnadóttir er nýjasti gestur Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV. Valgerður er meðstjórnandi hjá Samtökum grænkera á Íslandi og er virk í starfi Pírata í Reykjavík.

Í þættinum ræða Valgerður og Guðrún Ósk þáttastjórnandi um veganisma og fara um víðan völl. Valgerður hefur verið vegan síðan 1. janúar 2016 en hefur verið grænmetisæta mun lengur. Hún segir frá skelfilegu atviki sem varð til þess að hún sagði skilið við svínakjöt aðeins tólf ára gömul.

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir og Valgerður Árnadóttir. Mynd: Hanna/DV

„Ég er búin að vera grænmetisæta mjög lengi og það sem er kallað fiskiæta líka. Ég ólst upp við mikið frjálsræði í Svíþjóð þar sem ég var mikið í nánd við dýr og hef alltaf verið mikill dýravinur. Svo flutti ég heim til Íslands þegar ég var tíu ára og stuttu eftir að ég flutti heim fórum við í ferðalag og tjölduðum fyrir austan í lok ferðalags okkar,“ segir Valgerður og rifjar upp atvikið.

„Ég vakna upp við einhver hræðileg öskur og læti. Það kom alltaf hræðilegt öskur og svo hvellur, og þá var það búið. Svo kom aftur hræðilegt öskur. Þetta var einhver martröð sem ég vaknaði upp við. Þá föttuðum við að við höfðum tjaldað við hliðin á sláturhúsi og það var verið að slátra grísum. Þá tók ég ákvörðun, að verða tólf ára gömul, að ég skildi aldrei aftur borða svín og ég held ég hafi staðið við það,“ segir Valgerður

Hún segir að þarna hafi hennar vegferð að verða grænmetisæta hafist. „Ég tók út svín og kjúkling og fljótlega eftir það varð ég fiskiæta og var það svona í rauninni fram að því að ég varð vegan.“

Þetta var árið 1991 og var framboðið í verslunum fyrir grænmetisætur í takt við tímann. Valgerður segir að afar lítið hafi verið í boði fyrir hana og úrvalið af grænmeti hafi einnig verið lélegt.

„Ég held ég hafi bara borðað pasta og kartöflur í svona fimm ár, með fiskinum sem ég át. Það var ekkert rosalega heilbrigt mataræðið mitt þessi fyrstu ár sem ég var grænmetisæta,“ segir Valgerður.

Hlusaðu á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Nýjar myndir af Justin Bieber valda aðdáendum miklum áhyggjum

Nýjar myndir af Justin Bieber valda aðdáendum miklum áhyggjum
Fókus
Í gær

Kroppamynd tryllir aðdáendur – Hefur fjarlægt öll tattúin

Kroppamynd tryllir aðdáendur – Hefur fjarlægt öll tattúin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frosti Loga: „Ég hágrét í 4 klukkutíma og það var enginn stoppari“

Frosti Loga: „Ég hágrét í 4 klukkutíma og það var enginn stoppari“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikskólakennari fór niður hættulega braut eftir swing-partý

Leikskólakennari fór niður hættulega braut eftir swing-partý
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“

Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Kroppamynd með rauðri viðvörun

Vikan á Instagram – Kroppamynd með rauðri viðvörun