fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Gréta fæddi son sinn andvana á 28 viku: „Það erfiðasta var þegar ég heyrði ekki lengur hjartsláttinn“

Aníta Estíva Harðardóttir
Föstudaginn 10. maí 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. október á síðasta ári breyttist líf Grétu Rutar Bjarnadóttur og kærasta hennar Ragga á einu augnabliki þegar sonur þeirra Hinrik Leó fæddist andvana eftir tuttugu og átta vikna meðgöngu.

Gréta Rut, sem er tuttugu og fjögurra ára gömul, komst að því um miðjan maí á síðasta ári að hún gengi með sitt fyrsta barn. Þann 4. júlí fór Gréta í tólf vikna sónar og kom þar í ljós að litli strákurinn þeirra var í réttri stærð og hnakkaþykktarmælingin kom einnig vel út, það leit því allt út fyrir að vera í góðu lagi.

Í byrjun september fór Gréta svo í tuttugu vikna sónar og þá voru þau alveg róleg og leið virkilega vel. Það var í þessari skoðun sem heimur þeirra átti eftir að umturnast.

„Ég var ótrúlega slök yfir öllu og leið svo vel. En þá hrundi heimurinn. Tvær yndislegar ljósmæður skoðuðu mig og það sást greinilega að þetta var strákur. Þvílíka typpasýningin sem hann bauð upp á. Ég spurði þær hvort að það væri ekki alveg eðlilegt hversu nett ég var miðað við hversu langt ég var gengin en þarna var ég komin rúma 21 viku á leið. Þær urðu eitthvað skrítnar og vildu láta sérfræðing kíkja á mig vegna þess að þeim fannst Hinrik Leó vera heldur smár. Það var enginn sérfræðingur laus svo við fengum annan tíma daginn eftir.“ segir Gréta í helgarviðtali sem hægt er að lesa í heild sinni í DV blaðinu.

Óvissa er tilfinning sem getur verið svo nagandi en hún tók alla orku frá okkur Ragga.

Óvissan tók frá þeim alla orku

Þrátt fyrir erfiða bið eftir komandi degi ákvað Gréta þó að vera jákvæð og hugsaði hún sem svo að fyrst henni hefði nú þegar liðið svona vel alla meðgönguna að þá hlyti allt að vera í lagi.

„Daginn eftir mættum við í skoðunina og hittum sérfræðing. Hún var alveg frábær og hélt vel utan um okkur allt ferlið. Í þessari skoðun kom í ljós að hann var með alvarlega snemmkomna vaxtarskerðingu sem gat bent til þess að hann væri með litningagalla eða þá að það væri vanstarfsemi í fylgjunni. Við fórum í kjölfarið í flestallar rannsóknir sem hægt var að fara í. Enginn litninga- eða genagalli kom í ljós en síðar kom í ljós að blóðflæðið frá fylgjunni til hans var of lítið. Að bíða eftir niðurstöðunum var algjör kvöl. Óvissa er tilfinning sem getur verið svo nagandi en hún tók alla orku frá okkur Ragga. Það var þvílíkur léttir að heyra að ekki væri um gena- eða litningagalla að ræða en það var samt enn þá þessi óvissa um hvað væri að.“

Viðtalið er hægt að lesa í heild sinni í nýjasta helgarblaði DV.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone