fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fókus

Ástralska Eurovision-stjarnan í lífshættu: „Allt út af einni blöðru“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 10. maí 2019 13:30

Kate Miller-Heidke. Mynd: Eurovision.tv

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástralska söngkonan Kate Miller-Heidke segir frá því á Facebook-síðu sinni að hún hafi lent á spítala nokkrum vikum fyrir Eurovision vegna lífshættulegrar sýkingar. Kate fékk sýkinguna, sem kallast húðnetjubólga, vegna blöðru á fæti, en hún hefði geta misst fótinn eða látið lífið vegna sýkingarinnar.

„Allt út af einni blöðru. Allir sem hafa verið í háum hælum vita að þeir geta drepið – en ég tók því aldrei svo bókstaflega,“ skrifar Kate við myndir af sér á sjúkrahúsinu ásamt syni sínum, Ernie.

„Ég var föst í þessu rúmi nánast í heila viku og mátti aðeins haltra á salernið og aftur til baka. Þegar ég gerði mér grein fyrir hve alvarlegt þetta væri varð ég hrædd og komst í uppnám,“ skrifar hún.

Kate segir að undirbúningur fyrir Eurovision hafi vissulega tekið á og að hún hafi verið á ferð og flugi síðustu mánuði vegna keppninnar.

„Ég var gjörsamlega óundirbúin að plönum mínum yrði raskað með slíkri óheppni,“ skrifar hún og bætir við að fyrstu dagarnir á spítalanum hafi liðið hjá í móðu.

„En síðan kom undarleg ró yfir mig. Ég hætti að reyna að stjórna öllu. Ég hafði ekkert val. Ég ýtti bara á pásu.“

Kate hefur svo sannarlega slegið í gegn á æfingum í Tel Aviv með lagið Zero Gravity. Fyrir æfingarnar var henni spáð 16. Sæti en situr nú í því níunda samkvæmt veðbankaspám.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“