Breska rokksveitin Skunk Anansie var vinsæl hér á landi á tíunda áratug síðustu aldar. Hljómsveitin heimsótti landann tvisvar árið 1997 og hélt tónleika í bæði skiptin. Í seinni heimsókninni, í september, heimsótti hljómsveitin höfuðstöðvar DV, sem þá var í Þverholti og spilaði á þaki hússins. Herlegheitunum var sjónvarpað á Stöð 2 og síðan sat hljómsveitin fyrir svörum í beinni línu hjá DV.
Þetta er þó ekki í eina skiptið sem söngkonan Skin hefur látið sér líka við Ísland, fyrr á árinu sat hún fyrir í DIVA, bresku tímariti, en markhópur þess er lesbíur og tvíkynhneigðar konur. Þar klæðist hún jakka frá íslenska merkinu MYRKA sem fatahönnuðurinn Harpa Einarsdóttir á heiðurinn af.