fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fókus

Lífseigir rokkarar: Áratugir af sukki og svínaríi

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 27. apríl 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega þurftu hvor tveggja The Rolling Stones og Black Sabbath að fresta tónleikum vegna heilsufarsvandamála. Það ætti ekki að koma fólki á óvart í ljósi þess að meðlimir hljómsveitanna eru komnir á áttræðisaldur. Í rauninni er það ráðgáta að menn á borð við Keith Richards og Ozzy Osbourne séu enn á lífi eftir að hafa plægt rokkakurinn áratugum saman.

Að vera rokkstjarna er ekki heilbrigðasti lífsstíllinn. Margar af þeim helstu hafa innbyrt allar tegundir eiturlyfja og smitast af öllum kynsjúkdómum í bókinni. Í rauninni er það kraftaverk þegar þær ná ellilífeyrisaldri. Hér eru nokkrar af lífseigustu rokkstjörnum samtímans.

Ozzy Osbourne

Ozzy var söngvari í Black Sabbath þegar þeir bjuggu til þungarokkið í upphafi áttunda áratugarins. Allir meðlimirnir lentu snemma í mikilli óreglu, eiturlyfjaneyslu og undarlegum uppákomum tengdum dulspeki. Eftir að hann var rekinn úr bandinu hóf hann vel heppnaðan sólóferil og þá jókst óreglan. Frægt var þegar hann beit höfuðið af leðurblöku. Dúfa lenti líka í tönnunum á honum og maurar upp í nösina. Ozzy fagnaði sjötugsafmælinu í desember síðastliðnum.

Keith Richards

Hann lifir okkur öll er viðkvæðið um Keith Richards, gítarleikara The Rolling Stones. Hann er nú 75 ára gamall. Richards glímdi við heróínfíkn frá sjöunda áratugnum og komst oft í kast við lögin. Í dag segist hann aðeins nota áfengi og kannabis.

Mötley Crue

Árið 2001 kom út bókin The Dirt, ævisaga glamrokksveitarinnar Mötley Crue, og á þessu ári kom út kvikmynd byggð á bókinni. Allir eru meðlimirnir enn þá á lífi, þeir Tommy Lee, Vince Neil, Nikki Sixx og Mick Mars. En bassaleikarinn Sixx lést í nokkrar mínútur árið 1987 og söngvarinn Neil slasaðist illa í bílslysi þar sem annar lést. Neil sat við stýrið, vel undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Meðlimir Mötley Crue eru nú á sextugs- og sjötugsaldri.

Pantera

Svall þungarokkshljómsveitarinnar Pantera frá Texas á tíunda áratugnum var nánast fordæmalaust. Var það fest á filmu og gefið út á alræmdum vídeóspólum. Bræðurnir Dimebag Darrel og Vinnie Paul eru nú horfnir yfir móðuna miklu. Dimebag var myrtur á sviði og Paul fékk hjartaáfall. Söngvarinn Phil Anselmo lést eftir inntöku heróíns árið 1996 en var endurlífgaður og stendur nú á fimmtugu. Bassaleikarinn Rex Brown hefur svo miklar lifrarskemmdir að hann má ekki drekka dropa af áfengi í dag.

Shane MacGowan

MacGowan var söngvari og leiðtogi þjóðlagapönksveitarinnar The Pogues. Hann er ein mesta örlagafyllbytta samtímans og hefur einnig tekið slag við heróínið. Söngur hans og framkoma hefur verið sérstök í gegnum tíðina og lífsstíllinn markað hana. Í eitt skipti þurfti að óla hann fastan við stól til að hann gæti klárað tónleika. MacGowan er 61 árs gamall í dag. Hann missti allar tennurnar og er nú kominn í hjólastól.

 

Íslendingar hafa átt sínar rokkstjörnur sem glímt hafa við áfengi og sukk. Þó sennilega ekkert í líkingu við þá sem hér að framan eru nefndir. Hér eru þeir helstu.

Bubbi Morthens

Pönk- og rokkkóngurinn Bubbi hefur verið opinn um sína fíkn. Hann kynntist kókaíni árið 1982 og lenti illa í neyslu. Þá var hann skærasta stjarna íslenskrar tónlistar. Bubbi fór í meðferð og náði sér á strik.

Jet Black Joe

Jet Black Joe var heitasta rokkhljómsveit landsins í upphafi tíunda áratugarins og margir bjuggust við að þeir myndu „meikaða.“ Drykkjulæti og ýmsar skrautlegar uppákomur áttu sér reglulega stað, stundum tengdar lögreglunni. Árið 1996 frelsaðist söngvarinn, Páll Rósinkranz, og sagði skilið við sukkið.

Pálmi Gunnarsson

Popparinn og bassaleikarinn Pálmi Gunnarsson gerði allt vitlaust með lögum á borð við Þorparann og Hvers vegna varst’ ekki kyrr?. Auk þess söng hann með ICY-tríóinu í fyrstu Eurovision-keppni Íslendinga. Árið 1995 steig hann inn á Vog eftir mörg ár í áfengis- og fíkniefnaneyslu. Pálmi er 68 ára gamall í dag.

Mínus

Rokksveitin Mínus kom upp úr harðkjarnasenunni um aldamótin og vakti töluverða athygli erlendis. Í sveitinni voru meðal annarra Krummi, útvarpsmaðurinn Frosti Logason og leikarinn Björn Stefánsson. Sukk og svínarí einkenndi hljómsveitina á þessum árum og var því til dæmis lýst í frægu viðtali við breska tímaritið Kerrang!

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragna á von á barni

Ragna á von á barni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu

Vissi að hjónabandið væri dauðadæmt þegar eiginmaðurinn sagði þessi tvö orð í brúðkaupinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“

Taylor Swift sogast inn í stóra Hollywood-dramað – „Ég er Khaleesi og eins og hún þá vill svo til að ég á nokkra dreka“