Söngkonan Jóhanna Guðrún afhjúpaði óléttubumbuna á Instagram-síðu sinni nú fyrir stundu, en hún á von á barni með eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Davíð Sigurgeirssyni.
„Loksins tilbúin að afhjúpa bumbuna opinberlega hér,“ skrifar Jóhanna við fallegu bumbumyndina. „Get ekki beðið eftir að hitta þennan litla prins eftir nokkrar vikur.“
Fyrir eiga hjónin stúlku sem fædd er árið 2015 en Jóhanna Guðrún og Davíð gengu í hjónaband þann 21. september á síðasta ári. Þau hafa unnið saman að tónlistarsköpun auk þess sem parið treður reglulega upp ásamt valinkunnum hljóðfæraleikurum. Þá stýra þau saman barnakór Vídalínskirkju við góðan orðstír.