Búið er að leka myndbandi úr herbúðum Eurovision þar sem uppsetning sviðsins sést. Um er að ræða æfingu með staðgengli söngkonunnar Tamta frá Kýpur sem flytur lagið Replay í Eurovision-keppninni í maí.
Ef marka má athugasemdir við myndbandið eru Eurovision-aðdáendur ekki ánægðir með sviðið og finnst það alltof lítið.
„Þessi höll er of lítil. Of lítil fyrir Eurovision og sviðið lítur út eins og sviðið í X Factor,“ skrifar React Too. Notandinn Eurovision Star er sammála.
„Höllin er svo lítil. Versta sviðssetning og höll í Eurovision síðustu tíu árin. Portúgal (land með lakari fjárhag) náði að búa til æðislega sýningu í risastórri höll! Ef þeir gátu það, geta það allir. Þetta er óásættanlegt.“
Sumir eru hins vegar á því að nöldur um stærð sé óþarfi.
„Getur fólk, í guðanna bænum, hætt að væla og beðið eftir keppninni? Þetta er ömurlegt!“ skrifar notandinn HanikSheli. Þá býður Trisha Paytas upp á ímyndað samtal á milli Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og forsvarsmanna í Ísrael.
„EBU: Hve lítil á höllin og sviðið að vera í ár?
Ísrael: Já.“