fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Yfirheyrslan – Ragnar Jónasson: „Lestir eru bestir í bókum“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. apríl 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Jónasson hefur verið viðriðinn glæpi frá unglingsaldri sem þýðandi spennusagna Agöthu Christie, og sem einn vinsælasti rithöfundur landsins, en bækur hans rata ítrekað á vinsældalista erlendis. Ragnar starfar sem lögfræðingur á fjár­fest­ing­ar­banka­sviði Arion banka og er stundakennari við lagadeild Háskólans í Reykjavík.

DV tók Ragnar í yfirheyrslu.

Hjúskaparstaða og börn

Kvæntur og á tvær stúlkur, Kiru (9) og Natalíu (4).

Fyrsta atvinnan

Fréttamaður á Aðalstöðinni, þá fimmtán ára gamall, hjá Ólafi heitnum Þórðarsyni.

Skemmtilegast að gera?

Ég nýt þess mjög að lesa bækur og hlusta á góða tónlist, en skemmtilegast er að vera með fjölskyldunni.

En leiðinlegast?

Að gera bókhaldið.

Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum?

Efast um það. Vildi samt að ég gæti talað frönsku og spilað betur á píanó.

Besta ráð sem þú hefur fengið?

Að vera ég sjálfur, ráð frá mömmu.

Hvaða bók hefðir þú viljað skrifa?

The Murder of Roger Ackroyd eftir Agöthu Christie.

Leiðinlegasta bók sem þú hefur lesið?

Ég klára aldrei leiðinlegar bækur, ef mér líst ekki á þær, þá legg ég þær bara frá mér. Lífið er of stutt.

Fyrsti stjórnmálaflokkurinn sem þú kaust?

Sjálfstæðisflokkurinn.

Hver myndi skrifa ævisögu þína?

Þorvaldur Davíð, vinur minn, ég myndi treysta honum til þess.

Hefur þú fallið á prófi?

Man ekki til þess.

Hvað er það sem heillar mest við lögmennskuna?

Lögmennskan er fjölbreytt og getur opnað á ýmiss konar tækifæri.

Hvaða ráð ertu með fyrir rithöfunda sem eru að stíga sín fyrstu skref?

Byrja að skrifa og skrifa helst eitthvað á hverjum degi.

Ertu trúaður eða trúir þú á æðri mátt?

Ég trúi að minnsta kosti á mátt orðsins.

Mannkostir þínir?

Ég sit aldrei auðum höndum.

En lestir?

Lestir eru bestir í bókum, án þeirra væru engar glæpasögur.

Best að vera lögfræðingur, rithöfundur eða kennari?

Rithöfundur, því ég er einmitt að klára nýja bók fyrir jólin þessa dagana.

Eitthvað að lokum?

Pössum upp á íslenskuna, hún er svo dýrmætt tungumál.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans

Sonur Pamelu Anderson er staðráðinn í því að rústa ranghugmyndum Hollywood um mömmu hans
Fókus
Fyrir 2 dögum

Laufey áberandi á aðventunni

Laufey áberandi á aðventunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki

Læknir svarar því hvort maður geti raunverulega fengið klamýdíu af líkamsræktartæki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“