fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Stefán Örn breytti fornbíl í sjónvarpsskenk

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. apríl 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Örn Stefánsson, meistari í bifreiðasmíði, er heillaður af eldri bílum og hann hefur aldrei langað til að eiga nýja bíla. Heimilið ber bílaáhuga hans merki en í stofunni þjónar Mercury Marquis, árgerð 1970, hlutverki sjónvarpsskenks.

Stefán Örn Stefánsson: Handlaginn meistari í bifreiðasmíði.

„Ég sá bílinn auglýstan til sölu í Þorlákshöfn, haugryðgaðan og handónýtan. Bíllinn var keyptur í Sölu varnarliðseigna fyrir mörgum árum, svo stóð hann bara úti og maður sér á boddíinu hvernig ríkjandi vindátt var. En framendann gat ég notað í að gera það sem mig hafði alltaf að gera; sjónvarpskenk,“ segir Stefán Örn, sem gerði sér á sínum tíma ferð frá Ísafirði til Þorlákshafnar með sverðsög og slípirokk, skar framendann af bílnum og keyrði með hann vestur.

Önnur hugmynd var búinn að blunda í Stefáni Erni í nokkurn tíma og nýlega lét hann verða af henni, að klæða sjónvarpsvegginn með timburfjölum. „Ég byrjaði á því að slípa timburfjalir til, bar á þær grámunarefni úr versluninni Sérefni og málaði mattsvartan lit á flötinn sem ég ætlaði að klæða, eftir að hafa dregið rafmagn í nýjar dósir frá Johan Rönning,“segir Stefán Örn, sem varði deginum í að föndra fjalirnar á vegginn, mála vegginn í öðrum grátóni, hengja upp sjónvarpið og festa upp sjónvarpsskenkinn.

Sjónvarpsskenkurinn kominn upp á nýjum vegg

„Inni í honum er ég með heimabíóið, afruglarann, Playstation-tölvuna og svo framvegis.“

Hér má sjá myndir af breytingunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað