fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Ragna gefur út ljóðakver í minningu bróður síns – Bjarni svipti sig lífi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. apríl 2019 17:00

Systkinin Bjarni og Ragna á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bjarni Jóhannes Ólafsson hefði orðið 28 ára gamall 7. apríl síðastliðinn, en hann svipti sig lífi 19. apríl 2017. „Bjarni var búinn að berjast við kvíða og þunglyndi í töluverðan tíma. Hann dó úr sínum sjúkdómi og skilur eftir sig risastórt skarð í lífi okkar allra,“ segir Ragna Dögg Ólafsdóttir, systir hans, sem á afmælisdegi Bjarna hóf sölu á ljóðakveri í minningu bróður síns. Kverið kostar 2.500 krónur og mun hluti ágóðans renna til Pieta-samtakanna, sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Kverið má kaupa með því að senda skilaboð til Rögnu í gegnum Facebook eða á netfangið ragnaogsiggi@hotmail.com.

„Kverið er mín sorgarúrvinnsla, það er ekki auðvelt að horfast í augu við að einhver sem maður elskar sé skyndilega horfinn að eilífu,“ segir Ragna. Í kverinu er einnig ljóð eftir Sigurð, bróður þeirra, sem var afmæliskveðja hans til Bjarna fyrir þremur árum.

Fráfall Bjarna var áfall fyrir rokksamfélagið og á meðal þeirra sem minntust Bjarna og framlags hans til rokksins voru meðlimir þungarokksveitarinnar Dimmu: „Staðan er aldrei eins slæm og manni getur fundist og það er alltaf svo mikið sem er þess virði að lifa fyrir, þó að það sé stundum erfitt að koma auga á það í miðju stríðinu. Skál fyrir þér elsku Bjarni í partíinu sem þú ert í núna og takk fyrir allt sem þú gafst okkur öllum sem þekktu þig.“

Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið, númerið er ókeypis og opið allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar hér: https://www.raudikrossinn.is/hvad-gerum-vid/hjalparsiminn-1717
Píeta samtökin bjóða einnig upp á þjónustu í síma 552-2218 fyrir fólk í sjálfsvígshættu og með sjálfsskaðahegðun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“