Karítas Harpa Davíðsdóttir sigraði í þáttunum The Voice hérlendis árið 2017 og hefur ekki setið auðum höndum síðan. Í dag starfar hún á Rás 2 þar sem hún sér um útvarpsþætti ásamt því að vera dómari í þáttunum Alla leið á RÚV.
„Ég hef verið önnum kafin og því finnst mér oftast best að setja á eitthvað „heilalaust.“ Ég hef verið svolítið í endurnýjun síðustu daga, svo umhverfisvæn sjáðu til, en ég er með Friends, How I met your mother og King of Queens á til skiptis þessi kvöldin. Einu sinni í viku verð ég rosaglöð og horfi á nýjasta Ru Paul’s Drag Race,“ segir Karítas í samtali við blaðamann.
„Ég tók Afterlife og Klovn í „binge“-áhorfi, jú og Santa Clarita Diet – ég veit ekki alveg af hverju ég horfi á þá, því mér verður alveg hálfbumbult við áhorfið en klára alltaf seríurnar hratt. Ég fer annars að detta fljótlega í fæðingarorlof svo ég þarf að fara að gefa í.“