fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Alda fékk nóg og gekk út: „Ég fékk bara mega kvíðakast“

Fókus
Þriðjudaginn 2. apríl 2019 13:00

„Málið er að dags daglega, og ég ætla ekkert að fegra þetta neitt, þá er ég ótrúlega „basic“. Ég mála mig ekki dagsdaglega. Ég er bara með tagl í hárinu og í íþróttafötum,“ segir Alda. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðuefni Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV, eru fegrunaraðgerðir að þessu sinni. Gestir þáttarins eru þau Viktor Andersen og Alda Guðrún Jónasdóttir, en þau eiga það sameiginlegt að vera ófeimin að ræða um þær fegrunaraðgerðir sem þau hafa gengist undir.

Sjá einnig: Viktor byrjaði að spá í útlitinu í leikskóla – Alda vill ekki vera eins og „útbrunnin klámmyndastjarna“.

„Það bara horfir á mann með „nasty“ svip“

Alda býr og starfar á Selfossi og segist ekki skera sig úr dagsdaglega þar sem ímyndin sem hún hefur búið til á samfélagsmiðlum sé ekki sú sem hún túlki hversdagslega.

Viktor og Alda. Mynd: DV/Hanna

„Málið er að dags daglega, og ég ætla ekkert að fegra þetta neitt, þá er ég ótrúlega „basic“. Ég mála mig ekki dagsdaglega. Ég er bara með tagl í hárinu og í íþróttafötum,“ segir Alda og bætir við að annað sé uppi á teningnum þegar hún fer út að skemmta sér. Þá sker hún sig vissulega úr og er athyglin oft of mikil og óþægileg.

„Um daginn gekk ég bara út. Ég fékk bara mega kvíðakast. Ég var mjög fegin þegar að systir mín sagði að við værum að fara heim. Mér finnst rosalega skrýtið að það koma stelpur upp að mér á djamminu og vilja „selfie“ og þá finn ég fyrir góðum stuðningi. En það er ákveðinn hópur, ég veit ekki á hvaða aldri, en það er ákveðinn hópur sem horfir á mann með fyrirlitningarsvip. Eins og maður sé að stelpa manninum þeirra eða hafi rænt af þeim aleigunni,“ segir Alda og bætir við að þetta fólk segi ekkert við hana. „Það bara horfir á mann með „nasty“ svip.“

Alda er vinsæl glamúrfyrirsæta. Myndir: Óli Harðar / Anna María Photography

Gaman að ögra eldri kynslóðinni

Hvað með Viktor, sker hann sig úr fjöldanum?

„Já, ég hef alltaf gert það. Maður getur verið mjög ýktur karakter og mjög áberandi, ekki bara varðandi fegrunaraðgerðir því mér finnst gaman að vera ekki í staðalímyndum. Í lúkkinu mínu finnst mér gaman að „gender benda“ og ögra þessum staðalímyndum, fara eigin leiðir í stíl og öðru. Mér finnst bara gaman að vera áberandi,“ segir Viktor og bætir við að hann njóti þess að ögra.

„Það er svo gaman, sérstalega á Facebook þar sem þetta eldra fólk er, það er svo gaman að ögra því því þau eru alltaf: „Hvað ertu að gera þér drengur?“,“ segir Viktor og hlær. „Það er svo gaman að ögra þessari eldri kynslóð,“ bætir hann við. „Það skiptir ekki máli hvað öðrum finnst. Vertu þú sjálfur og vertu einstakur.“

Sjá einnig: Viktor er búinn að eyða rúmum tveimur milljónum í fegrunaraðgerðir: „Ég tárast við hverja sprautu“.

Fullorðið fólk langverst

Alda hefur verið áberandi á dv.is þar sem hún tekur um þessar mundir þátt í fyrirsætukeppni á vegum Jet Set Magazine. Viktor hefur talað opinskátt um fegrunaraðgerðir í Íslandi í dag á Stöð 2. Kommentakerfin hafa logað þegar að þessir tveir einstaklingar eru til umfjöllunar, en lesa þau athugasemdirnar?

Viktor hefur gaman að því að ögra. Mynd: DV/Hanna

„Mér finnst það svo gaman því ég er búin að byggja mér svo sterkan skjöld. Ég tek kommentin ekki nærri mér því ég hlæ að þeim. Sérstaklega út af því að fólk er að segja hluti sem ég hef verið að grínast með sjálf. Einn sagði til dæmis að ég myndi bráðna ef ég kæmi nálægt eldavél. Ég hef sjálf verið að grínast með það,“ segir Alda og hlær.

„Ég ætlaði ekki að skoða þau. Ég nennti ekki svona neikvæðni. Maður vissi að hún kæmi í svona kommentakerfum. Svo varð maður forvitinn og gluggaði aðeins í til að sjá hvað fólk var að segja,“ segir Viktor. „Fólk má alveg hafa sínar skoðanir. Manni er alveg sama,“ bætir hann við og Alda tekur boltann.

„Þetta er svo skrýtið að þetta er fullorðið fólk. Erum við ekki sem fullorðnir einstaklingar að kenna börnunum okkar að leggja ekki í einelti eða setja ekki út á annað fólk og svona? Það er eiginlega langverst. Þetta er ekki unga kynslóðin, þetta er fólk sem hefur ekkert annað við líf sitt að gera en að vera bak við tölvuskjáinn og setja út á aðra.“

Hægt er að fylgja Öldu á Instagram með því að smella hér og Viktori með því að smella hér.

Hér fyrir neðan má horfa á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið