Barnamenningarhátíð fer fram í Reykjavík dagana 9.–14. apríl. Leiðarljós hennar eru gæði, margbreytileiki, jafnræði og gott aðgengi að menningu barna, með börnum og fyrir börn.
Fjölmargir og fjölbreyttir viðburðir fara fram um alla borg í grunn-, leik- og listaskólum, ásamt frístundamiðstöðvum. Einnig fer dagskrá fram í Hörpu og Ráðhúsinu.
Í tilefni hátíðarinnar taka fjölmargir Facebook-notendur þátt og birta barnamynd af sér sem prófílmynd á samfélagsmiðlinum. Það var því tilvalið að fá leyfi nokkurra þekktra einstaklinga og efna til leiks í samstarfi við Bókabeituna, sem gefur út skemmtilegar og áhugaverðar barna- og unglingabækur, eftir bæði innlenda og erlenda höfunda.
Þekkir þú þessa 10 einstaklinga? Sendu okkur svörin fyrir fimmtudaginn 18. apríl með bréfpósti til DV, Suðurlandsbraut 14, 108 Reykjavík, á netfangið fokus@dv.is eða í gegnum Facebook-síðu Fókuss.
Við drögum út tvo heppna vinningshafa fimmtudaginn 18. apríl og fær hvor þeirra veglegan barnabókapakka frá Bókabeitunni að gjöf. Pakkinn inniheldur bækurnar: