Opinber YouTube-síða Eurovision-keppninnar, sem haldin verður í Ísrael í maí, birtir skemmtilegt myndband á YouTube-rás sinni. Í því eru keppendur beðnir um að lýsa lögum sínum með tjáknum, eða „emoji“.
Meðlimir Hatara eru ekki í neinum vafa þegar kemur að því að velja tjákn, en hægt er að sjá hvaða „emoji“ urðu fyrir valinu í myndbandinu hér fyrir neðan. Hatarar eru í mynd á mínútu tvö.