Mörg okkar eiga fullt af dóti, alls konar dóti sem við erum búin að sanka að okkur, jafnvel á langri ævi. Dótið þarf ekkert endilega að vera uppstillt í hillum eða geymt ofan í skúffum, hver á ekki fjöldann allan af kössum í geymslunni eða bílskúrnum fulla af dóti, sem má alls ekki henda, af því að dótið er tengt minningum og/eða það gæti einhver þurft að nota það seinna?
Í Facebook-hópnum Hver hendir svona má finna fjölda mynda og færslna um „gersemar“ sem eigandinn hefur ákveðið að láta frá sér, af ýmsum ástæðum. Gersemar sem hvíla nú í hillum nytjamarkaða höfuðborgarinnar og bíða eftir að nýr eigandi komi auga á þær og næli sér í fyrir nokkra hundraðkalla.
Hér má sjá nokkrar myndir úr hópnum valdar af handahófi.