fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Neverland-búgarðurinn var hannaður fyrir myrkraverk: „Ég var annað hvort að horfa á hann fróa sér eða horfa á Pétur Pan“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 6. mars 2019 15:00

Hræðilegar lýsingar af því sem gerðist innan lóðamarka.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin Leaving Neverland var sýnd á sjónvarpsstöðinni HBO síðustu helgi og verður sýnd á RÚV í næstu viku. Í heimildarmyndinni fara tveir karlmenn, þeir Wade Robson og James Safechuck, yfir hvernig poppkóngurinn Michael Jackson misnotaði þá kynferðislega þegar þeir voru börn.

Þær frásagnir sem heyrast i myndinni eru sláandi, en meðal þess sem er mikið rætt um er Neverland, búgarður Michael Jackson. Michael bjó á búgarðinum í fimmtán ár, en um er að ræða risastóra eign sem minnti marga á tívolí frekar en heimahús. Í Leaving Neverland er því haldið fram að búgarðurinn hafi verið búinn fullt af leynilegum herbergjum og viðvörunarkerfi til að auðvelda Michael að misnota börn.

Neverland-búgarðurinn er til sölu, en nafni hans hefur verið breytt í Sycamore Valley-búgarðinn. Í fasteignaauglýsingunni kemur fram að á búgarðinum sé sundlaug, körfubolta- og tennisvellir, leikherbergi, dýragarður og nokkur gestahús. Skemmtigarðurinn á lóðinni, sem var búinn parísarhjóli, rússíbana og spilasal, hefur verið fjarlægður.

Allt skipulagt í þaula

Í Leaving Neverland segir James Safechuck að öll þessi skemmtun hafi verið notuð til að fela öll þau myrkraverk sem unnin voru á búgarðinum.

„Það var kastali í skemmtigarðinum og efst í honum var svefnherbergi. Maður gat séð ef einhver var á leið þangað upp. Það var bara lítið rúm þar. Við höfðum mök þarna uppi,“ segir hann er hann rifjar upp stundir sem hann átti með Michael Jackson þegar hann var tíu ára. Hann fer yfir fleiri leynistaði sem poppkóngurinn hafði útbúið á og í kringum búgarðinn.

James Safechuck.

„Það var indjánavirki með tjöldum þar sem við lögðumst í svefnpokana okkar, fengum okkur snarl og áttum síðan kynferðislegt samneyti. Það var háaloft á þriðju hæð. Það var mjög einangrað. Maður komst aðeins þangað upp með því að fara upp brattan stiga. Maður sá ef einhver var á leiðinni þangað upp. Þannig að við fórum þangað og stunduðum kynlíf.“

James segir að Michael hafi einnig misnotað sig í gestahúsi, í sundlauginni, í heita pottinum, í leynilegu svefnherbergi fyrir ofan spilasalinn og í svítu í einkabíósal tónlistarmannsins. James segist enn fremur hafa sofið í rúmi tónlistarmannsins í aðalbyggingunni, en að í því herbergi hafi verið viðvörunarkerfi sem gerði poppkónginum viðvart ef einhver var á leiðinni að herbergi hans.

„Það voru bjöllur og maður heyrði þær hringja þannig að þær vöruðu hann við að það væri fólk á leiðinni,“ segir James. Hann bætir við að tónlistarmaðurinn hafi gert ýmislegt til að tryggja að enginn sæi þá saman.

Litli James ásamt Michael.

„Rútínan var að við fengum okkur teppi og lögðum það á gólfið inni í skápnum við hliðina á rúminu hans þannig að við gátum lokað hurðunum sem þýddi að fólk þurfti að fara í gegnum fjölmargar hurðar til að komast að okkur,“ segir hann.

„Þetta var eins og að keyra inn í himnaríki“

Chantal Robson, eldri systir Wade Robson, er einnig viðmælandi í heimildarmyndinni og heldur því fram að það sé leynilegt svefnrými fyrir ofan svefnherbergi Michael Jackson í aðalbyggingunni.

Wade Robson.

„Það var bara stigi sem leiddi upp að hinu herberginu inni í svefnherberginu hans,“ segir hún. „Þannig að hann sagði að við gætum gist þarna ef við vildum og auðvitað sögðum við bara: Já, megum við gera það?“ bætir Chantal við. Því skal haldið til haga að Chantal vissi ekki af meintu kynferðisofbeldi tónlistarmannsins í garð bróður síns, Wade. Þá segist hún ekki hafa verið misnotuð af poppkónginum.

Bróðir hennar Wade segir að Neverland-búgarðurinn hafi verið heillandi við fyrstu sýn. Fjölskylda hans er sammála því.

„Þetta var eins og ævintýraland. Það voru ljós úti um allt og falleg vötn sem voru lýst upp og húsið var lýst upp og þetta var allt stórkostlegt,“ segir móðir Wade, Joy, í myndinni. „Um leið og maður keyrði upp innkeyrsluna var tónlist í gangi og það voru blóm alls staðar. Þetta var eins og að keyra inn í himnaríki,“ bætir Chantal við.

Joy Robson, Wade Robson, Michael Jackson, Chantal Robson og Dennis Robson árið 1990.

„Við vorum öll að missa okkur yfir þessum stað. Þetta var eins og í skáldsögðu, eins og í ævintýri,“ segir Wade sjálfur.

Joy segir að hún hafi lítið séð börnin sín þegar þau gistu á Neverland-búgarðinum, þar sem hún og eiginmaður hennar hafi gist í gestahúsi en að börnin hafi gist með Michael í aðalbyggingunni. Bæði Wade og James eru sammála um að ofbeldið hafi verið vel falið í skugga allra leikjanna og heillandi dótsins sem var að finna á búgarðinum. Í einni af átakanlegri lýsingunni í myndinni rifjar Wade upp atvik þegar hann var sjö ára gamall. Hann var í svefnherbergi tónlistarmannsins og við rúmið var stór eftirmynd af Pétri Pan.

„Ég var annað hvort að horfa á hann fróa sér eða horfa á Pétur Pan,“ segir Wade.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“