fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Viktor er búinn að eyða rúmum tveimur milljónum í fegrunaraðgerðir: „Ég tárast við hverja sprautu“

Fókus
Laugardaginn 30. mars 2019 20:00

Viktor talar opinskátt um þær aðgerðir sem hann fer í. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræðuefni Föstudagsþáttarins Fókus, hlaðvarpsþáttar dægurmáladeildar DV, eru fegrunaraðgerðir að þessu sinni. Gestir þáttarins eru þau Viktor Andersen og Alda Guðrún Jónasdóttir, en þau eiga það sameiginlegt að vera ófeimin að ræða um þær fegrunaraðgerðir sem þau hafa gengist undir.

Sjá einnig: Föstudagsþátturinn Fókus: Viktor byrjaði að spá í útlitinu í leikskóla – Alda vill ekki vera eins og „útbrunnin klámmyndastjarna“.

50.000 fyrir eina sprautu

Alda lætur fylla í varir sínar einu sinni á ári og er búin að fara í þrjár brjóstaaðgerðir. Viktor lætur fylla í kinnar, höku og varir og er búinn að fara í nefaðgerð. En hvað kosta svona aðgerðir?

„Það er alltof mikið,“ segir Alda og hlær. „Ég finn ekkert fyrir varafyllingunum því ég geri það svo sjaldan. Það er bara einu sinni á ári.“

Alda Coco. Mynd: DV/Hanna

En hvað kostar ein fyllingarsprauta?

„Oftast í kringum 50.000 krónur,“ segir Viktor og fer síðan yfir hvað hann er búinn að eyða í aðgerðir síðan hann byrjaði átján ára gamall að láta fylla í varirnar.

„Ég byrjaði á þessu 2008. Ég myndi giska á svona rúmlega tvær milljónir. Ég tók alveg pásu á milli þar sem ég var ekki að gera neitt.“

„Örugglega mesti sársaukinn sem ég hef upplifað“

Viktor segist enn fremur hafa nokkrar draumaaðgerðir í huga sem hann vill fara í í framtíðinni.

„Ég held að ég myndi fara í „neck lift“ og „jaw enhancement“ til að skerpa á kjálkanum. Það er eitthvað sem ég mun örugglega gera í framtíðinni,“ segir hann og útskýrir betur hvað felst í „jaw enhancement“. „Þá er skerpt á kjálkalínunni og henni gefið meiri kontrast. Það er eitthvað sem ég myndi vilja einhvern tímann í framtíðinni. Ég mun svo fara í aðra nefaðgerð. Mig langar að hafa það aðeins minna. Ég held að ég muni fara næst til Bandaríkjanna í nefaðgerð.“

Líf og fjör í Föstudagsþættinum Fókus. Mynd: DV/Hanna

Alda er hins vegar hrædd við að fara aftur undir hnífinn og lætur varafyllingar nægja.

„Mér finnst allt í lagi að fylla í línur en ég vil persónulega ekki breyta líkamanum neitt. Allt sem ég geri í ræktinni geri ég í ræktinni. Ég er að sjá konur á Instagram sem eru orðnar alveg afmyndaðar,“ segir Alda og bætir við að hún finni ekki fyrir neinum sársauka þegar hún fari í varafyllingar. Viktor hefur ekki sömu sögu að segja.

„Ég er bara akkúrat öfugt. Ég er með mjög lágan sársaukaþröskuld,“ segir hann. „Ég tárast við hverja sprautu af fyllingarefnunum,“ bætir hann við og heldur áfram. „Ég held að það versta hafi verið þegar ég fór í „micro needling“. Það er til að örva kollagen framleiðslu í húðinni. Mér fannst það verra en allt annað. Það er nálavél sem fer á milljón í húðina á þér. Maður var með mjög flotta húð eftir á en það er örugglega mesti sársaukinn sem ég hef upplifað.“

Hægt er að fylgja Öldu á Instagram með því að smella hér og Viktori með því að smella hér.

Hér fyrir neðan má horfa á Föstudagsþáttinn Fókus í heild sinni:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Bjóða aftur í Trent
Fókus
Í gær

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“

Davíð lýsir martraðarkenndri læknismeðferð í Svíþjóð – „Ég var í einhverjum svaka slag í hausnum á mér að reyna að lifa þetta af“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér

Leikkonan harðlega gagnrýnd eftir að hún deildi söfnun fjölskyldumeðlims – Segir gagnrýnendum að fokka sér
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“

Hafa miklar áhyggjur af Katie Price eftir að hún birti nýtt myndband – „Einhver þarf að hjálpa henni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni

Birti mynd af nánast nöktum líkama eiginkonunnar – Netverjar í áfalli og segja ekki öruggt að skoða hana í vinnunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar

Birti óhugnanlegt myndband um „frábæra“ fyrrverandi eiginmanninn sem myrti hana stuttu síðar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið

Aron var handtekinn af fjórum lögreglumönnum, sprautaður niður og fluttur á Landspítalann – Greindur með sjaldgæfan sjúkdóm í kjölfarið