fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025
Fókus

Ritdómur um Blóðhefnd: Fjörleg en grunn

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 26. mars 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Angela Marsons: Blóðhefnd

Íslensk þýðing: Ingunn Snædal

Útgefandi: Drápa

380 bls.

Angela Marsons er vinsæll breskur glæpasagnahöfundur sem hefur hlotið mikið lof fyrir sköpun sinnar helstu persónu, rannsóknarfulltrúans Kim Stone. Kim er hrjúf og kraftmikil kona með afar erfiða fortíð sem eltir hana og vegur að sálarheill hennar. Blóðhefnd er önnur sagan sem ég les um Kim Stone. Ég var ekki yfir mig hrifinn af sögunni Þögult óp sem einkenndist af groddalegum ofbeldislýsingum sem skorti tilfinningu. Blóðhefnd er nokkuð betri saga þar sem hún er listilega vel fléttuð og atburðarásin er hröð og fjörleg eins og í spennukvikmynd. En hún er líka groddaleg og sumpart yfirborðsleg. Angela Marsons virðist til dæmis haldin þeirri þráhyggju að lýsingar á ofbeldi gegn börnum þurfi að vera subbulegar til að hreyfa við lesendum. Það er mikill misskilningur.

Yfirlýst markmið Angelu með þessari sögu er að grafast fyrir um rætur illskunnar. Siðlausi sálfræðingurinn Alexandra Thorne birtist sem helsti fulltrúi illskunnar á síðum bókarinnar. Alexandra er tilfinningaköld og skortir alla samlíðan með öðru fólki. Persóna hennar er þreytandi og afar yfirborðskennd og tilraun höfundar til að skapa verkinu dýpt með þessu andliti siðblindu mistekst. Illvirkjar þurfa að vera mannlegir og hlaðnir mótsögnum til að verða áhugaverðar persónur. Alexandra er eintóna og vekur leiða frá fyrstu kynnum. Margar aðrar persónur í bókinni eru hins vegar skemmtilegar, sérstaklega aðalpersónan Kim Stone.

Angela Marsons kann þá list að flétta glæpasögu og hér er víða afar vel að verki staðið í þeim efnum . Allir þræðir eru síðan vandlega raktir sundir í lokin og allt gengur prýðisvel upp. Engum þarf að leiðast við lestur sögunnar Blóðhefnd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Neitaði að leyfa grátandi barni að fá flugsæti sitt – Málið átti eftir að hafa gífurlegar afleiðingar

Neitaði að leyfa grátandi barni að fá flugsæti sitt – Málið átti eftir að hafa gífurlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Arkitekt harmar nýjar breytingar hjá Eymundsson á Skólavörðustíg – „Það er búið að loka þetta alveg af“

Arkitekt harmar nýjar breytingar hjá Eymundsson á Skólavörðustíg – „Það er búið að loka þetta alveg af“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Margir reyna en hafa ekki erindi sem erfiði – Svona kemstu inn á umtalaðasta klúbb Berlínar

Margir reyna en hafa ekki erindi sem erfiði – Svona kemstu inn á umtalaðasta klúbb Berlínar
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vandræðalegt viðtal á rauða dreglinum – „Hún er mjög dónaleg við eiginmann sinn“

Vandræðalegt viðtal á rauða dreglinum – „Hún er mjög dónaleg við eiginmann sinn“
Fókus
Fyrir 1 viku

Magnús Orri heiðraður á vetrarleikum Special Olympics

Magnús Orri heiðraður á vetrarleikum Special Olympics
Fókus
Fyrir 1 viku

Svaf hjá 600 manns í fyrra en leitar nú að ástinni – Mistök sem fasteignasali gerði á stefnumóti með henni

Svaf hjá 600 manns í fyrra en leitar nú að ástinni – Mistök sem fasteignasali gerði á stefnumóti með henni