Amtsbókasafninu á Akureyri barst póstkort fyrir stuttu með óvenjulegri bón á tímum tölva og internets. Póstkortið er frá 56 ára gömlum heimspekingi sem óskar eftir pennavini upp á gamla mátann, þið vitið handskrifuðum bréfum.
Bréfið hljóðar svo:
26. febrúar 2019
Ég get ekki skrifað á íslensku, bara norsku, en þó betur á ensku.
Ég bið um aðstoð ykkar við að finna pennavin, á gamla mátann með bréfum ekki á netinu. Mér líka bókasöfn, ég þekki ykkar og Akureyri fyrir 20 árum. Ég er 56 ára, prófessor í heimspeki, en ég er mjög veikur með beinkrabbamein og ég bý ýmist á spítalanum eða hjá aldraðri móður minni í Normandy þar sem er ekkert internet.
Nafn og heimilisfang fyrir áhugasama er:
Saskia Lawrence
„La Cersaie“
16, les Ecoles
14260 Anunay-sur-Odon
France