fbpx
Sunnudagur 02.febrúar 2025
Fókus

Diana Ross stendur með Michael Jackson: „Stoppið í nafni ástarinnar“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2019 11:37

Góðir vinir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin Leaving Neverland hefur heldur betur hreyft við fólki en í henni segja tveir menn, Wade Robson og James Safechuck, frá því hvernig tónlistarmaðurinn Michael Jackson beitti þá kynferðislegu ofbeldi. Eiga brotin að hafa hafist þegar að Wade og James voru barnungir.

Nú skiptist fólk í fylkingar um hvort sögur Wade og James eru trúverðugar, en þeir höfðu áður varið poppkónginn þegar hann var sakaður um barnaníð og dreginn fyrir dóm á meðan hann var enn á lífi.

Það skapaðist mikið fjaðrafok um helgina þegar að haft var eftir söngkonunni Barbrö Streisand að James og Wade hefðu notið félagsskaps við poppkónginn og að þessi lífreynsla hafi „ekki drepið þá“. Þá setti hún ábyrgðina á foreldrana, en dró síðan ummæli sín til baka og sagðist hafa mikla samúð með Wade, James og fjölskyldum þeirra.

Eftir að Barbra opnaði sig um málið ákvað stórsöngkonan Diana Ross að tjá sig um það á Twitter, en hún og Michael voru perluvinir.

„Þetta hvílir á hjarta mínu þennan morgun. Ég trúi og treysti að Michael Jackson hafi verið og sé stórkostlega ótrúlegt afl fyrir mig og marga aðra,“ tístir hún og bætir við, í anda Supremes: „Stoppið í nafni ástarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli

Love Island-sigurvegari dæmdur í fangelsi í óvenjulegu máli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl

Jörundur og Magdalena selja risíbúð í retró-stíl
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“

Frosti segir langflesta landsmenn ekki kunna að keyra í snjó – „Það er alveg ljóst“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“

Ugla Stefanía vandar umtöluðustu bíómynd ársins ekki kveðjuna: „Hún er alveg agaleg“