fbpx
Þriðjudagur 08.apríl 2025
Fókus

Íslendingur gerði Ólaf Darra „starstruck“: „Þig langar að heilsa og segja takk“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Fimmtudaginn 21. mars 2019 11:00

Ólafur Darri er einn af okkar bestu leikurum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson er næsti gestur Loga Bergmanns í spjallþættinum Með Loga sem sýndur er í Sjónvarpi Símans í kvöld.

Ólafur Darri hefur notið góðs gengis á erlendum vettvangi undanfarin ár og leikið á móti stórstjörnum eins og Ben Stiller, Gerard Butler, Jason Statham og Jennifer Aniston. Þrátt fyrir að hafa hitt allt þetta fræga fólk, er einn Íslendingur sem hefur gert hann agndofa.

„Ég var til dæmis um daginn í partíi, fór út að borða með fullt af frægu fólki. Svo kemur Ólafur Elíasson inn og ég var algjörlega „starstruck“ því Ólafur Elíasson finnst mér alveg stórmerkilegur listamaður. Og ég hef aldrei hitt hann áður og mér þótti svo vænt um það,“ segir Ólafur Darri í meðfylgjandi kitlu fyrir spjallþáttinn. Hann segist skilja það vel að fólk falli í stafi yfir frægu fólki.

„Ég skil þessa tilfinningu mjög vel. Þú sérð einhvern sem er inni í stofu hjá þér og þér finnst nánast vera fjölskylduvinur. Og þig langar að heilsa og segja takk eða spyrja: Hver er morðinginn?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“

Guðrún og Dögg vara við mataræðinu sem Íslendingar eru að tapa sér yfir – „Eitt það skaðlegasta sem hefur birst í þessari bylgju heilsutrenda“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svartsýnn barnungur dorgari: „Ég held að það sé ekkert mikill fiskur hérna“

Svartsýnn barnungur dorgari: „Ég held að það sé ekkert mikill fiskur hérna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rígur á milli Beckham bræðra – Talast ekki við

Rígur á milli Beckham bræðra – Talast ekki við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Opnar sig um raunverulegu ástæðuna fyrir tárunum sem féllu eftir kynlíf með 100 karlmönnum

Opnar sig um raunverulegu ástæðuna fyrir tárunum sem féllu eftir kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd

Telja Justin Bieber hafa verið að skjóta á Selenu Gomez með þessari mynd
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“

Fannar stendur fast á sínu og tekur ekki til baka umdeildu ummælin frá 2019 – „Menn geta fokkað sér með þetta kjaftæði“