Kvikmyndagerðarmaðurinn Rudi Dolezal vann náið með Michael Jackson um árabil, allt frá árinu 1992. Hann segir í samtali við Page Six að hann trúi hverju orði í heimildarmyndinni Leaving Neverland, þar sem þeir Wade Robson og James Safechuck lýsa kynferðislegu ofbeldi sem þeir þurftu að þola af hendi poppkóngsins þegar þeir voru börn.
Sjá einnig: Hrollvekjandi myndband sýnir Michael Jackson kaupa giftingarhring handa þolanda sínum.
„Ég trúi nánast hverju orði. Þetta er frábær mynd,“ segir Rudi um heimildarmyndina og bætir við að Michael Jackson hafi verið barnaníðingur.
„Það gat enginn stöðvað Michael. Það er erfitt að trúa því að goðsögn geti verið skúrkur.“
Þá talar Rudi einnig um föður poppkóngsins, Joe Jackson, og lýsir því hvernig hann misþyrmdi honum í æsku svo hann myndi dansa hraðar.
„Hann setti fjögurra ára gamlan dreng upp á heita eldhúshellu berfættan. Hann sagði frá því eins og hann sæi ekki eftir því. Ég vorkenndi Michael. Hann hataði föður sinn,“ segir hann og heldur áfram.
„Ef goðsögnin um Michael Jackson er eyðilögð út af myndinni þá er Michael Jackson eina manneskjan sem ber ábyrgð á því – enginn annar.“
Sjá einnig: LaToya Jackson var sannfærð um að bróðir sinn væri barnaníðingur: „Ég elska bróður minn en þetta er rangt.“