fbpx
Þriðjudagur 11.febrúar 2025
Fókus

Pólski Eurovision-kvartettinn Tulia elskar Hatara: „Við kunnum að meta hugrekki“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 13. mars 2019 14:00

Ólíkir stílar en eiga margt sameiginlegt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlag Póllands til Eurovision í ár er kvartettinn Tulia sem flytur lagið Fire of Love, eða Pali się eins og það heitir á frummálinu. Í viðtali við pólska Eurovision-miðilinn Dziennik Eurowizyjny segja þær að Hatrið mun sigra með Hatara sé eitt af uppáhaldslögunum þeirra í keppninni, ásamt ítalska og portúgalska framlaginu.

„Íslendingar sýna gríðarlegt hugrekki. Við kunnum að meta hugrekki, sjálfstæði og hömluleysi í listsköpun,“ segja liðsmenn Tuliu. „Við finnum fyrir tengingu við Hatara því eins og þeir erum við með frumlegt framlag sem er ekki það sem fólk bjóst við og ekki tónlist sem massinn hlustar á.“

Pólsku flytjendurnir halda áfram að mæra Hataraliða.

„Fólk mun annað hvort kaupa þetta eða ekki en við kaupum Hatara, ekki aðeins vegna hugrekkis heldur einnig vegna heimspekilegs texta og fallegs viðlags. Þeir hljóma eins og blanda af Rammstein, Depeche Mode og einhverju mjög draumkenndu.“

Þá eru pólsku konurnar spurðar hvaða flytjanda í Eurovision þær myndu velja ef þær þyrftu að taka upp lag með einhverjum þeirra. Þá stendur ekki á svörunum.

„Hatara.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar

Sjáðu sýningu Kendrick Lamar í hálfleik Ofurskálarinnar
Fókus
Í gær

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé

Margrét varð á vegi svikakvenda í Flórída sem höfðu af henni mikið fé
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna

Kolbrún Pálína – 10 leiðir til að krydda tilveruna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld

Íslenska undankeppnin fyrir Eurovision hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“

Selma lagðist í sjálfsvinnu fyrir son sinn – „Var búin að takast á við áföllin og taka þau í sátt“