fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Fókus

Jóhanna Guðrún og Davíð eiga von á barni

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 10. mars 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og eiginmaður hennar, tónlistarmaðurinn Davíð Sigurgeirsson, eiga von á sínu öðru barni. Fyrir eiga hjónin stúlku sem fædd er árið 2015 og er mikil eftirvænting hjá litlu fjölskyldunni fyrir væntanlegum fjölskyldumeðlimi. 

Jóhanna Guðrún var í sviðsljósinu á lokakvöldi undankeppni Ríkisútvarpsins, 2. mars síðastliðinn, fyrir Eurovision-keppnina sem fram fer í Ísrael í maí. Tók söngkonan lagið Is it true, sem heillaði heimsbyggðina fyrir tíu árum og lenti í öðru sæti Eurovision-keppninnar. Frammistaða Jóhönnu Guðrúnar var stórbrotin og í enn eitt skiptið minnti hún á sig sem ein besta söngkona sem Ísland hefur alið. Þó duldist fáum að Jóhanna Guðrún var kona ekki einsömul.

Jóhanna Guðrún og Davíð gengu í hjónaband þann 21. september á síðasta ári og því er skammt stórra högga á milli hjá parinu. Þau hafa unnið saman að tónlistarsköpun auk þess sem parið treður reglulega upp ásamt valinkunnum hljóðfæraleikurum. Þá stýra þau saman barnakór Vídalínskirkju við góðan orðstír.

Eins og áður segir er Jóhanna Guðrún ein þekktasta söngkona landsins en færri vita að Davíð er einn af frambærilegustu gítarleikurum landsins. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana því faðir hans er gítargoðsögnin Sigurgeir Sigmundsson sem hefur leikið í hljómsveitunum Start, Gildrunni og Drýsli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“

Atli hélt að það væri einhver að elta hann – „Á tímabili var ég alltaf vopnaður hnífum, hnúajárni og með byssur heima“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“

Marta fær yfir sig óánægjuskriðu eftir pistil um klæðaburð Ingu Sæland – „Marta Smarta er ekki mjög smart í krítikinni sinni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu

Jólakort ársins frá Vilhjálmi og Katrínu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi

Anna varla eftirspurn vegna áhugasamra kaupenda – Einstakt hús í Kópavogi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna