Heitir Eurovision-aðdáendur í samfélaginu Eurovision Hub eru búnir að gera svokallað „reaction“-myndband fyrir lagið Hatrið mun sigra með Hatara. „Reaction“-myndbönd felast einfaldlega í því að fólk hlustar á lagið og bregst við því í rauntíma.
Það er vægt til orða tekið að segja að íslenska framlagið fari vel ofan í aðdáendurna hjá Eurovision Hub og heyrist orðið „Vá“ ansi oft í myndbandinu. Þá fíla aðdáendurnir taktinn í lagið, og lagið í heild sinni, sem og sviðssetninguna.
„Fólk á ekki eftir að fíla þetta en ég fíla þetta,“ segir einn aðdáandinn og annar bætir við: „Mér líður eins og ég sé í dýflissu að bíða dauðans“.
Einhverjar benda á hve fyndin andstæða þetta lag sé við lag seinasta árs, Our Choice með Ara Ólafssyni. Í stuttu máli eru aðdáendurnir mjög spenntir fyrir framlagi Íslendinga.
„Ég er orðlaus“, „Þetta er svo spennandi, svo öðruvísi“ og „Þetta er stórkostlegt“ er meðal þess sem látið er falla í myndbandinu.
„Takk Ísland – ég þurfti á þessu að halda.“