Valur Heiðar Sævarsson gerði garðinn frægan með hljómsveitinni Buttercup á seinni hluta síðustu aldar. Í dag er hann hins vegar vinur þinn í Reykjavík, en fyrirtæki Vals Heiðars og Hrafnhildar konu hans býður upp á göngutúra í miðbæ Reykjavíkur undir því nafni (Your Friend In Reykjavík).
Samkvæmt heimasíðunni sér Valur um göngutúrana, Hrafnhildur um að reka skrifstofuna og synir þeirra, Óðinn og Trausti Týr, veita innblástur með því að vera krúttlegir.
Göngutúr fyrir matarelskendur, pöbbarölt og göngutúr með víkingi eru á meðal þess sem Valur Heiðar býður upp á.