fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fókus

Lögin sem áttu að vinna í Söngvakeppninni

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 9. febrúar 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Saga Íslendinga í Eurovision hófst árið 1986 þegar ICY hópurinn (Eiríkur Hauksson, Helga Möller og Pálmi Gunnarsson) hélt til Bergen í Noregi með Gleðibankann. Fá atkvæði frá Evrópu fengust þó í bankann, aðeins 19, og endaði Ísland í 16. sæti af 20 mögulegum, sætinu sem síðar kom í ljós að yrði þaulsetið af íslensku framlögunum.

Í ár tekur Ísland þátt í 32. sinn í keppninni og því tilvalið að fara yfir nokkur lög sem hefðu átt að vinna í keppninni hér heima, í stað vinningslag þess árs.

1987 Lagahöfundar og flytjendur mættu peppaðir í einhverja bestu keppni Söngvakeppninnar hingað til, enda allir ennþá á því að sigur í Eurovision væri handan við hornið, jafnvel bara strax þá. Eitísútlitið var allsráðandi og áhorf á keppnina í dag býður upp á nostalgíu fyrir allan peninginn. Þrjú lög börðust um hylli áhorfenda og sigurinn. Lögin í öðru og þriðja sæti keppninnar, Lífið er lag, með Módelhópnum, og Norðurljós, með þá hárprúðum Eyjólfi Kristjánssyni, hefðu sómt sér vel í sigursætinu, í stað vinningslagsins sem rúllaði sér Hægt og hljótt í keppnina í Brussel í Belgíu og beint í 16. sætið.

1989 Nýtt fyrirkomulag var reynt og sex höfundar beðnir um að senda lag í keppnina, fimm slógu til, sjá sjötti hafnaði góðu boði og var það enginn annar en Bubbi Morthens. Lögin sem kepptu voru því aðeins fimm, en lagið sem hefur lifað best og lagið sem átti að vinna er Sóley í flutningi Björgvins Halldórssonar og Kötlu Maríu Hausmann. Eru líkur á að þeim hefði gengið mun betur í Bern í Sviss, en laginu sem enginn sá né heyrði í flutningi Daníels Ágústs Haraldssonar, sem gerði sér lítið fyrir og tók neðsta sætið með núll stig.

1992 150 lög bárust í sjöundu keppnina og tíu voru valin, sigurlagið var (og er) stórgott en hljómsveitin Stjórnin fór í nafnbreytingu, kallaði sig Heart 2 Heart og tók sjöunda sætið sem varð besti árangur okkar alveg til ársins 1999. Tvö önnur lög voru í keppninni sem hefðu líka sómt sér mjög vel í sigursætinu og hafa lifað með þjóðinni allar götur síðan; Karen. í flutningi Bjarna Arasonar, og Mig dreymir, í flutningi Björgvins Halldórssonar.

2006 Fyrirbærið Silvía Nótt var búið til og fór til Aþenu í Grikklandi þar sem lagið komst ekki áfram úr undankeppninni, en lagið lenti þar í 13. sæti af 23 og var púað af sviðinu. Lag Friðriks Ómars, Það sem verður, var í 3. sæti í keppninni hér heima og hefði sómt sér mun betur í sólinni erlendis. Sjáum hvað verður í ár.

2011 Vinir Sjonna unnu keppnina hér heima með lagið Aftur heim, en bandið samanstóð af vinum Sigurjóns Brink söngvara sem lést stuttu áður en hann átti að flytja lagið í keppninni. Hann var vinum og aðdáendum harmdauði, lagið var ágætt og því eðlilegt og fyrirsjáanlegt að það myndi fá fjölda atkvæða bæði fyrir gæði og í samúðarskyni. Lagið fékk þó litla samúð hjá Evrópu og lenti í 20. sæti í Dusseldorf í Þýskalandi. Magni Rockstar Ásgeirsson átti stórgott lag í keppninni, sem lenti í öðru sæti, Ég trúi á betra líf, og hefði hann trúlega átt stórgóðan sprett á sviðinu í keppninni úti.

2015 Sjö lög tóku þátt í lokakeppninni eftir tvær undankeppnir. Dómnefnd og símaatkvæði til helminga völdu tvö lög áfram, sem öttu kappi um sigurinn. Lag Friðriks Dór, Í síðasta skipti, fékk fleiri atkvæði í sinni undankeppni en sigurlagið og einnig fleiri atkvæði í símakosningunni í lokakeppninni. Hvert einasta mannsbarn þjóðarinnar kann lagið og er líklegt að það hefði heillað mannsbörn Evrópu á svipaðan hátt, frekar en Lítil skref Maríu Ólafsdóttur sem trítluðu beint í 15. sæti seinni undankeppninnar og komst ekki áfram í lokakeppnina í Vín í Austurríki.

2017 Söngkonan Svala Björgvinsdóttir kom, sá og sigraði í keppninni með Paper, og flutti síðan aftur heim til Íslands og er að gera góða hluti í tónlistarbransanum, sem hún steig fyrst inn í sem barn. Nýliðinn Daði Freyr Pétursson heillaði hins vegar þjóðina með laginu Hvað með það? Og hvað með það þótt hann hefði farið fyrir okkar hönd til Kíev í Úkraínu, framlag hans hefði jafnvel skilað okkur í lokakeppnina sem pappírinn gerði ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið

Christina Aguilera fækkaði fötum fyrir 44 ára afmælið
Fókus
Í gær

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna

Myndir af leikkonunni settu allt á hliðina og nú svarar hún tröllunum fullum hálsi – Málið vekur upp spurningar um kröfur karla til kvenna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“

Jólaflug Play sló í gegn – „Þetta var mikil vinna en allt þess virði“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bogi kaupir á Brúnastöðum

Bogi kaupir á Brúnastöðum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna

Kærastinn hættur að veita henni athygli – Íhugar að verða klámstjarna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi

Aðdáendur sannfærðir um að þetta hafi verið leynileg skilaboð Bieber til fyrrverandi