fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fókus

Baldur kveður niður þrálátan orðróm

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, stígur fram í dag og kveður niður þrálátan orðróm um sig. Baldur hefur vakið athygli fyrir skelegga framgöngu í borgarstjórn og meðal annars barist fyrir auknu gegnsæi hvað varðar tekjur borgarfullrúa. Hefur hann sjálfur birt tekur sínar opinberlega.

Menningar-Baldur stígur fram

Baldur er afar hraustur og sterklegur maður og kann það að hafa valdið ranghugmyndum um hann. Baldur sér í það minnsta ástæðu til að leiðrétta með áberandi hætti þann misskilning að hann sé ekki menningarlegur. Baldur birtir eftirfarandi leiðréttingu um þetta efni:

Að gefnu tilefni !

Sá þráláti orðrómur fer sem eldur í sinu um borgina að undirritaður hafi fæðst menningarlega andvana.

Þetta er ekki rétt:
Árið 1973 fór ég á Sporvagninn Girnd í Þjóðleikhúsi
Árið 2018 fór ég á Fólk, staðir og hlutir í Borgarleikhúsi

Að auki hefur undirritaður lesið allar Morgan Kane bækurnar.

Undirritaður væntir þess að ofangreindar upplýsingar dugi til að kveða niður téðan, þrálátan og með öllu ósannan orðróm!

Baldur Borgþórsson

P..s. Myndin hægra megin er af Menningar-Baldri.
Hin er af mér….

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?

Frægt fólk í framboði – Skrautfjaðrir eða þarfir þegnar?
Fókus
Í gær

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“

Bjarki Steinn: „Ég átti allt sem ég gat hugsað mér veraldlega en innra líf mitt var í molum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa

Drottning hrekkjavökunnar afhjúpar svakalegasta búninginn til þessa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga

Sonur Eyrúnar lést aðeins 18 ára af krabbameini – Hún tileinkar honum grein um netvináttu unglinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag

Jón Gnarr bregður sér í nýtt hlutverk í dag
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“

„Af hverju er svona mikil leynd yfir þessu. Hvað er verið að fela?“