fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Minningarsjóður Einars Darra hefur grunnskólauppfræðslu á morgun – „Við reynum að stuðla að því að um sé að ræða langtíma átak“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Minningarsjóður Einars Darra fer í sína fyrstu grunnskólaheimsókn á morgun, miðvikudaginn 6. febrúar.

„Með því að halda erindi í grunnskólum erum við að stuðla að okkar markmiðum og vonumst við eftir því að erindið nái til sem flestra sem á það hlusta, en þó að erindið myndi einungis ná til eins einstaklings og mögulega bjarga einu lífi, þá er það allt þess virði og markmiði náð. Eitt líf er nefnilega ótrúlega mikið og eitt líf er svo dýrmætt,“ segja forvarsmenn minningarsjóðsins.

Erindið horfa þau á sem uppfræðslu sem þýðir að gefa meiri þekkingu og skilning á efni/ aðstæðum eða varpa ljósi á. „Við lifum í hröðum heimi sem tekur stanslausum breytingum, símarnir okkar eru ekki það eina sem þarf að uppfæra heldur þurfum við að uppfæra okkar þekkingu, færni, lausnir og svona mætti lengi telja. Við getum uppfært okkur með því að uppfræðast, vera í takt við hraðann í samfélaginu með nýjustu þekkingu í farteskinu og stuðlað þannig að því að hámarka líkur á okkar eigin velferð og hamingju og þeirra sem eru í okkar nærumhverfi. Við kjósum að tala síður um erindið okkar sem forvörn eða kennslu, við viljum einblína á uppfræðslu og valdeflingu. Áhersla er á að fá einstaklinga til að gera hlutina (segja nei, láta vita, leita aðstoðar, huga að hvort öðrum, sýna kærleika, tala um tilfinningar, vera til staðar og svo framvegis).“

Mynd: Ásta Kristjánsdóttir

Þróun Eitt Líf erindisins

„Mikil vinna hefur verið lögð í þróun á Eitt Líf uppfræðslu erindinu fyrir grunnskólana. Við úrvinnslu á erindinu var stuðst við rannsóknir, einnig var horft til fyrri reynslu okkar, frá því að við héldum erindi í framhaldskólum landsins. Ásamt því þá var einnig lögð fyrir rafræn spurningarkönnun fyrir ungmenni 15-22 ára. Rúmlega 500 ungmenni svöruðu könnuninni, notast var við niðurstöður úr henni við þróun. Þegar búið var að setja saman grófa uppbyggingu á erindinu þá var settur saman rýnihópur sem innihélt hóp af fólki frá mismunandi áttum í samfélaginu, þar á meðal ungmenni og fræðimenn. Ábendingar úr rýnihóp voru nýttar í að betrumbæta erindið. Þróun á erindinu er þó hvergi nærri lokið, og verður það líklegast aldrei, þar sem við, líkt og aðrir, erum alltaf að uppfræðast og leggjum áherslu á að erindið sé í takt við það.“

Uppsetning og framkvæmd erindisins

„Við leitumst við að Eitt Líf uppfræðsluerindin séu valdeflandi, persónuleg, lausnamiðuð, á jafningjagrundvelli og reynum eftir bestu getu að einblína á að fræða ekki hræða. Við reynum að stuðla að því að um sé að ræða langtíma átak, með áframhaldandi verkefnavinnu innan hvers bekkjar. Verkefnin eru afhent hverjum skóla fyrir sig og fá allir kennarar aðgang að verkefnunum, einnig geta foreldrar fengið aðgang ef óskað er eftir því. Hver skóli/kennari metur fyrir sig hvort verkefnin séu tekin fyrir.“

Þeir sem koma að forvarnarfræðslunni vorið 2019 eru Andrea Ýr Arnarsdóttir, mastersnemi í Heilbrigðisvísindum og Aníta Rún Óskarsdóttir, systur Einars Darra. Bára Tómasdóttir, móðir Einars Darra og Kristján Ernir Björgvinsson, vinur Einars Darra og fíkill í bata.

Foreldrar og starfsfólk grunnskólanna sitja erindið áður en nemendur fá fræðsluna, það er gert til að stuðla að því að fullorðnu einstaklingarnir séu reiðubúnir að taka á móti börnunum eftir að þau fá erindið og geti haldið áfram umræðunni sem og að aðstoða börnin ef við á.

Uppfræðsluerindi Minningarsjóðis eru gjaldfrjáls, þökk sé frjálsum framlögum og söfnunardegi Domino’s Pizza – Ísland og Fossar markaðir. Hægt er að hafa samband við forsvarsmenn með því að senda póst á egabaraeittlif@egabaraeittlif.is.

„Við viljum senda endalaust þakklæti til þeirra fjölmörgu sem hjálpuðu okkur við þróun á uppfræðslu erindinu. Hefðum ekki getað þetta án ykkar.“

Minningarsjóður Einars Darra á Facebook.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024